Allar fréttir
18. desember 2020
Þróun á nýrri aðferðafræði í íþróttum fær stóran styrk
Nýtt þróunarverkefni á vegum Sýnum karakter hefur hlotið tæplega 30 milljón króna styrk úr Erasmus+ styrkjaáætlun Evrópusambandsins. Verkefnið snýst um að þjálfa fimm þætti í sálrænni og félagslegri færni barna og unglinga í íþróttum eins og þá líkamlegu.
18. desember 2020
Alþingi samþykkti frumvarp um greiðslur til íþróttafélaga
„Við erum að taka utan um íþróttalífið í landinu, sem gegnir gríðarlega mikilvægu hlutverki,‟ sagði Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra á Alþingi í dag þegar hann gerði grein fyrir atkvæði sínu þegar kosið var um frumvarp hans um greiðslur til íþróttafélaga vegna COVID-faraldursins.
18. desember 2020
Bjarni segir nýtt frumvarp bæta umhverfi almannaheillafélaga
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur miklar væntingar til frumvarps sem hann mælti nýlega fyrir á Alþingi um framlög einstaklinga og atvinnurekenda til almannaheillastarfsemi ásamt breytingum á sköttum og gjöldum. Hann sér fyrir sér að það geti stórbætt umhverfið, s.s. íþróttafélaga.
15. desember 2020
60 milljónir frá Íslenskum getraunum
Vegna mikillar þátttöku íslenskra tippara og góðrar afkomu á árinu 2020 hefur stjórn Íslenskra getrauna ákveðið að úthluta 50,3 milljónum króna styrk til afreksdeilda í knattspyrnu, körfuknattleik og handknattleik. Að auk hefur verið ákveðið að úthluta 10 milljónum króna til söluhæstu félaganna.
14. desember 2020
Forsetinn verðlaunaði Sigríði, Sóleyju og Ásdísi
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti verðlaun Forvarnardagsins á Bessastöðum laugardaginn 12. desember síðastliðinn. Guðni átti góða stund með verðlaunahöfum en sóttvarnarreglur voru hafðar í hávegum og því einungis nemendurnir og foreldrar þeirra viðstaddir afhendinguna.
14. desember 2020
Óttast að mörg íþróttafélög séu komin út í horn
Vísbendingar eru um að iðkendum íþróttafélaga hafi fækkað í COVID-faraldrinum. Guðmundur L. Gunnarsson, framkvæmdastjóri ungmennafélagsins Fjölnis, segir hætt við að mörg minni íþróttafélaga standi illa fjárhagslega og telur fullvíst að einhver þeirra geti ekki staðið við skuldbndingar sínar.
08. desember 2020
Þetta eru breytingarnar á íþróttum 10. desember
Öll keppni í íþróttum er enn óheimil. Afreksíþróttafólk og iðkendur í efstu deildum sérsambanda ÍSÍ geta æft með eða án snertingar. Þetta er viðbót við börn, sem áður höfðu fengið leyfi til að hefja æfingar. Ungmenni geta enn ekki hafið æfingar. Ný reglugerð tekur gildi fimmtudaginn 10. desember.
05. desember 2020
Takk sjálfboðaliðar!
„UMFÍ fagnar degi sjálfboðaliðans og færir öllum sjálfboðaliðum mikið þakklæti fyrir þeirra óeigingjarna starf. Störf sjálfboðaliða eru því ekki aðeins ómetanleg fyrir UMFÍ, heldur eru þau ómetanleg fyrir íslenskt samfélag,“ segir Haukur F. Valtýsson, formaður UMFÍ. Í dag er Dagur sjálfboðaliðans.
04. desember 2020
Anna er afskaplega ánægð með sögu UMF Stjörnunnar
Ungmennafélagið Stjarnan í Garðabæ var stofnað árið 1960 og fagnar því 60 ára afmæli. Í tilefni af því kom út í vikunni saga félagsins í ritstjórn Steinars J. Lúðvíkssonar. Hann segir heilmikla vinnu á bak við sagnaritunina. Anna Möller, fyrrverandi formaður Stjörnunnar, er mjög ánægð með bókina.