Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

01. september 2020

Snorri Steinn gefur íþróttaskó úr safni sínu

„Konan mín er búin að segja mér að gefa skóna í þónokkurn tíma. Og nú geri ég það loksins,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson, handboltaþjálfari hjá Val. Hann mætti í Hlíðarenda í dag með talsvert magn af ónotuðum og lítið ónotuðum litríkum handboltaskóm úr safni sínu og gefur þeim sem vilja.

28. ágúst 2020

Gunnar endurkjörinn formaður UÍA

Gunnar Gunnarsson var endurkjörinn formaður á þingi Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands (UÍA) sem fram fór síðdegis í gær. Á sama tíma fóru þær Auður Vala og Pálína úr stjórninni. Inn komu þær Þorbjörg úr Neskaupstað og Þórunn María frá Fáskrúðsfirði. Þing UÍA var haldið með fjarfundabúnaði.

27. ágúst 2020

Vel gekk að halda þing UÍA með fjarfundabúnaði

70. sambandsþing UÍA fór fram síðdegis í dag. Í ljósi samkomutakmarkana og fjölda smita á Austurlandi taldi stjórn UÍA erfitt að stefna þingfulltrúum á sama staðinn. Í staðinn var brugðið á það ráð að halda þingið með fjarfundarbúnaði. Um 30 manns sat þingið.

25. ágúst 2020

Nú er opið fyrir umsóknir í Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ

Opnað var í dag fyrir umsóknir í Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ. Tilgangur sjóðsins er að styrkja félags- og íþróttastarf ungmennafélagshreyfingarinnar, meðal annars með því að auka menntun og þekkingu félaga innan hreyfingarinnar á íþróttagreinum, þjálfun, í félagsmálum og félagsstarfi.

25. ágúst 2020

Allar íþróttir leyfðar

Allar íþróttir eru almennt leyfðar samkvæmt nýrri auglýsingu heilbrigðisráðherra um takmarkanir á samkomum vegna farsóttar. Allar íþróttir eru leyfðar samkvæmt nýrri auglýsingu heilbrigðisráðherra um takmarkanir á samkomum vegna farsóttar.

20. ágúst 2020

Auður Inga og Lárus á samráðsfundi stjórnvalda

Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ, og Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, unnu saman í vinnuhópi á samráðsfundinum Að lifa með veirunni sem fram fór í dag. Það var heilbrigðisráðherra í samvinnu við forsætis- og dómsmálaráðuneytið sem efndi til fundarins.

17. ágúst 2020

Ungt fólk og lýðræði á Laugarvatni í september

Við lifum á aldeilis sérkennilegum tímum. Ungmennaráð UMFÍ ætlaði að halda ráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði í vor. Það gekk auðvitað ekki vegna samkomubannsins og henni frestað. Nú skellum við okkur í þetta! Ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði verður haldin á Laugarvatni dagana 16. – 18. september.

14. ágúst 2020

Gissur: Við þurfum að standa saman

„Þetta er auðvitað áfall fyrir félagið. En við metum samfélagslega ábyrgð okkar í þessu ástandi meiri en einstaka viðburði. Við erum öll í þessum saman,“ segir Gissur Jónsson, framkvæmdastjóri Ungmennafélags Selfoss. Sambandsaðilar UMFÍ hafa þurfti að fresta fjölda viðburða.

12. ágúst 2020

Snertingar heimilar á æfingum og í keppnum íþróttafólks

Nýjar reglur um takmörkun á samkomum vegna COVID-19 taka gildi föstudaginn 14. ágúst 2020. Helsta breytingin er sú að þrátt fyrir meginregluna um 2 metra nálægðartakmörkun verða snertingar heimilar milli íþróttafólks á æfingum og í keppnum.