Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

16. júní 2020

Hulda á Þórshöfn: Gaman hvað margir tóku þátt í Hreyfivikunni

„Þetta var ótrúlega gaman. Ég bjóst við að litlir skólar úti á landi hefðu færri tækifæri en aðrir stærri og átti þess vegna alls ekki von á að við myndum vinna,“ segir Hulda Kristín Baldursdóttir, íþróttakennari við Grunnskóla Þórshafnar. Skólinn bar sigur úr býtum í Hreyfiviku UMFÍ.

12. júní 2020

Nemendum sem stunda íþróttir líður betur

Um 90% barna í hverjum árgangi fer í gegnum íþróttastarf með íþróttafélagi á einhverjum tímapunkti. „Þetta er ótrúlega hátt hlutfall. Ef ég væri forstjóri í fyrirtæki, þá væri ég stolt af þessum tölum,“ segir Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu (R&G).

09. júní 2020

Unglingalandsmót UMFÍ verður á Selfossi

Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Selfossi um verslunarmannahelgina eins og stefnt var að. „Við erum afar ánægð að geta haldið Unglingalandsmótið. Það er fyrir öllu að yngri kynslóðin getur skemmt sér á heilbrigðan hátt í íþróttum um helgina,“ segir Þórir Haraldsson, formaður mótanefndar.

08. júní 2020

Lárus hjá Hamri: Viðburðir eins og Hengill Ultra hefur góð áhrif

„Íþróttaviðburðir eins og Hengill Ultra hafa líka alveg svakaleg áhrif í Hveragerði,“ segir Lárus Ingi Friðþjófsson, formaður körfuknattleiksdeildar Hamars. Hann og um 30 aðrir voru sjálfboðaliðar við Hengil Ultra um helgina og var það liður í fjáröflun deildarinnar.

08. júní 2020

Ánægjuvogin 2020: Jákvæðar niðurstöður fyrir íþróttahreyfinguna

Ánægjuvogin 2020 er nú birt og eru niðurstöður jákvæðar fyrir íþróttahreyfinguna. Skýrslan er unnin fyrir Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) af Rannsóknum og greiningu, Niðurstöðurnar verða kynnt formlega föstudaginn 12. júní klukkan 10:00.

03. júní 2020

Brennibolti hápunktur Hreyfivikunnar á Djúpavogi

Ungmennafélagið Neisti á Djúpavogi var boðberi hreyfingar í Hreyfiviku UMFÍ. Þátttakan var mjög góð enda boðið upp á fjölbreytta hreyfingu sem allir í fjölskyldunni gátu verið með í. Þar á meðal var útiþrek í Hálsaskógi, myndakeppni, brennibolti og margt fleira.

03. júní 2020

Frábær Hreyfivika að baki

„Þetta var alveg frábær Hreyfivika UMFÍ og það var æðislegt að vera í samskiptum við boðbera hreyfingar um allt land sem stóðu fyrir heilum helling af viðburðum,“ segir Sabína Steinunn Halldórsdóttir, landsfulltrúi UMFÍ og verkefnastjóri Hreyfivikunnar.

30. maí 2020

Sameina göngufólk og hjólreiðagarpa yfir Skarðsheiði í Hreyfiviku

„Við erum mjög spennt fyrir Hreyfivikunni. Hún verður með öðru sniði hjá okkur núna en undanfarin ár þar sem öll dagskráin verður utandyra en viðburðirnir eru fjölbreyttir. Við ætlum að hafa mjög gaman saman,“ segir Sigurður Guðmundsson, framkvæmdastjóri UMSB. Á morgun verður stærsti viðburðurinn.

29. maí 2020

Líf og fjör í Hreyfiviku UMFÍ á Reyðarfirði

Nemendur við Grunnskóla Reyðarfjarðar hafa tekið Hreyfiviku UMFÍ með trompi í vikunni, farið í fjallgöngur og brennibolta. Hreyfivikan hófst mánudaginn 25. maí og stendur til sunnudagsins 31. maí. Anna María Skrodzka, íþróttakennari skólans, skipulagði Hreyfiviku skólans í þaula.