Fara á efnissvæði

Svæðisstöðvar

Fréttir

Svæðisstöðvar

19. febrúar 2025

Ræddu leiðir til að styrkja íþróttastarfið

„Vinnustofurnar í gær voru vel sóttar og umræðurnar líflegar,“ segir Björg Ásta Þórðardóttir, svæðisfulltrúi á höfuðborgarsvæðinu um fund með fulltrúum íþróttafélaga á höfuðborgarsvæðinu þar sem ræddar voru leiðir til að styrkja starfið.

07. febrúar 2025

Kynntu áfanga um sjálfboðaliða fyrir norðan

„Þessi áfangi um störf sjálfboðaliða er virkilega spennandi og nálgunin áhugaverð,“ segir Óskar Þórðarson um fund sem fram fór á þriðjudag á Akureyri þar sem kynntur var meðal annars framhaldsskólaáfangi um störf sjálfboðaliða.

05. febrúar 2025

Þorgerður er nýr formaður UMSE

„Það er nóg að gera. Þetta hefðbundna er fram undan, ársþing og fleira,“ segir Þorgerður Guðmundsdóttir, sem í gærkvöldi tók við sem formaður UMSE. Þorgerður tók við af Sigurði Eiríkssyni, sem hefur verið formaður frá árinu 2018.

28. janúar 2025

Erla: Ferðakostnaður er áskorun fyrir íþróttafólk

„Ein af okkar helstu áskorunum er ferðakostnaðurinn sem fylgir íþróttaiðkun. Það er ósanngjarnt að lið sæki um styrki og þeir fari meira og minna allir í ferðakostnað,“ segir Erla Gunnlaugsdóttir, svæðisfulltrúi annar tveggja svæðisfulltrúa íþróttahéraðanna á Austurlandi.

27. janúar 2025

Bjuggu til áfanga um störf sjálfboðaliða

„Þessi fyrsta kennslustund gekk mjög vel,“ segir Álfheiður Sverrisdóttir, svæðisfulltrúi íþróttahéraðanna á Vesturlandi. Hún og Heiðar Mar Björnsson, samstarfsfélagi hennar, hófu í síðustu viku kennslu í áfanga um störf sjálfboðaliða við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi.

21. janúar 2025

Þóra: Árangur svæðisstöðvanna skýrist af samvinnu

Þóra Pétursdóttir er er í hópi sextán svæðisfulltrúa íþróttahéraðanna sem tóku til starfa á síðasta ári. Hún vinnur á Norðurlandi eystra og segir hópinn samansettan af metnaðarfullu fólki.

20. janúar 2025

Sigríður Inga: Sér aukið samstarf á milli íþróttahéraða

Sigríður Inga Viggósdóttir er í hópi sextán svæðisfulltrúa íþróttahéraðanna sem tóku til starfa á síðasta ári. Hún vinnur á Norðurlandi eystra og horfir til þess að aukið samstarf skili sér í betri íþróttahreyfingu.

16. janúar 2025

Kristján er nýr svæðisfulltrúi íþróttahéraða

„Ég er fullur tilhlökkunar,“ segir Kristján Sturluson, sem hefur verið ráðinn í starf svæðisfulltrúa íþróttahéraða á Norðurlandi eystra. Kristján tekur við starfinu af Hansínu Þóru Gunnarsdóttur, sem um leið færir sig yfir á svæðisstöð höfuðborgarsvæðisins. 

07. janúar 2025

Birna: Hugsum heildrænt um íþróttastarfið

Birna Hannesdóttir er í starfshópi átta svæðisstöðva íþróttahéraðanna sem tóku til starfa á síðasta ári. Hún er búsett á Patreksfirði, vinnur á Vestfjörðum og horfir til þess að aukið samstarf skili sér í betri íþróttahreyfingu.