Fara á efnissvæði

Unglingalandsmót

Fréttir

Unglingalandsmót

05. ágúst 2023

Lífið er ferðalag

„Við vitum öll hversu einfalt það er að setja undir sig haus, bölva roki og rigningu, leggjast svo bara upp í sófa og smella á næsta þátt á Netflix eða hanga í tölvunni. En slen er ekkert til að stæra sig af. Það er mun mikilvægara að finna gleðina í hreyfingu og samveru,“ segir Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ.

04. ágúst 2023

Pavel dæmir í körfu

Pavel Ermolinskij, þjálfari Íslandsmeistara Tindstóls í körfuknattleik, var dómari í keppni í körfuknattleik á Unglingalandsmóts UMFÍ á Sauðárkróki í dag. Pavel gekk í raðir Tindastóls í byrjun árs og hefur nú samið um að þjálfa meistaraflokk karla næstu tvö árin. 

04. ágúst 2023

Þúsundir skemmta sér í blíðunni á Unglingalandsmóti

„Blússandi gangur er í öllu og gestir Unglingalandsmótsins glaðir,“ segir Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ. Unglingalandsmót UMFÍ hófst á Sauðárkróki í gær og stendur alla verslunarmannahelgina.

03. ágúst 2023

Breyttar tímasetningar í blaki og körfubolta

Nú er fyrsti dagur Unglingalandsmóts UMFÍ á Sauðárkróki runninn upp. Mikil aðsókn er í grasblak og körfubolta á Unglingalandsmótinu á Sauðárkróki. Af þeim sökum hefjast leikar í þeim greinum klukkan 8:00 í stað 9:00 á morgun, föstudag. 

02. ágúst 2023

Nú geturðu skoðað liðin á Unglingalandsmóti

Þátttakendur á Unglingalandsmóti UMFÍ geta nú skoðað lið og stöðu þeirra á mótinu ásamt því að sjá upplýsingar um tíma- og staðsetningu leikja.

02. ágúst 2023

Rástímar í golfi tilbúnir

Rástímar í golfi á Unglingalandsmóti UMFÍ um verslunarmannahelgina eru klárir.  Þeir eru aðgengilegir inni á golfbox fyrir þá sem eru með aðgang að því.  Rástímar eru líka undir liðnum golf á vefsíðu UMFÍ.

02. ágúst 2023

Hægt að hlaða 14 rafbíla í einu

„Fólk getur farið á tjaldstæði Unglingalandsmótsins strax í dag og byrjað að hlaða rafbílana sína. Þau þurfa aðeins viðeigandi millistykki og hala niður réttu appi,“ segir Gunnar Þór Gestsson, formaður Ungmennasambands Skagafjarðar (UMSS).  

01. ágúst 2023

Búið að loka fyrir skráningu á Unglingalandsmót

Skráning hefur gengið vel á Unglingalandsmót UMFÍ á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina. Opið hefur verið fyrir skráningu á mótið í júlí og rann út frestur til þess á miðnætti í gær. 

01. ágúst 2023

Mótaskrá Unglingalandsmóts 2023 komin á netið

Mótsskrá Unglingalandsmóts UMFÍ er komin út. Þetta er skráin sem þátttakendur og gestir Unglingalandsmótsins geta haft gagn af að hafa í vasanum og símanum á meðan móti stendur. Í mótsskránni er dagskrá mótsins, upplýsingar um alla afþreyingu, opnar greinar sem ekki þarf að skrá sig í og alla þá viðburði sem boðið er upp á.