Öllum flokkum

26. maí 2020
Kynnir strandblak í mígandi rigningu
Guðmundur Hauksson og blakarar skemmtu sér konunglega í mígandi rigningu á strandblakvellinum í Bæjargarðinum í Garðabæ síðdegis í gær. Guðmundur hafði skellt þar í kynningu á strandblaki í tilefni af Hreyfiviku UMFÍ og ætlar að standa fyrir henni alla virka dagana vikunnar á milli klukkan 17-18.

24. maí 2020
Nemendur Dalskóla spenntir fyrir brennó í Hreyfiviku UMFÍ
„Nemendurnir okkar eru mjög spenntir fyrir Hreyfiviku UMFÍ, sérstaklega fyrir brennibolaleiknum og fótboltamótinu,‟ segir Ólafur Snorri Rafnsson, íþróttakennari við Dalskóla í Grafarholti. Skólinn tekur af krafti þátt í Hreyfiviku UMFÍ sem hefst á morgun og stendur til 31. maí.

22. maí 2020
Ljúfmennin spila bandý í Digranesi
Margir þekkja bandý sem eina af skemmtilegustu greinunum í skólaleikfiminni í grunnskóla. Bandý lifir enn góðu lífi um allt land. Anna Lea Friðriksdóttir hefur spilað bandý í Kópavogi í nokkur ár. „Það er stórkostlegt að æfa bandý og allir þar eru svo góðir vinir,“ segir hún.

22. maí 2020
Fjöldatakmarkanir víkkaðar úr 50 manns í 200
Mánudaginn 25. maí verður allt að 200 manns heimilt að koma saman í stað 50 nú, heimilt verður að opna íþróttamannvirki og líkamsræktarstöðvar með sömu takmörkunum og gilda um sund- og baðstaði og aðra staði. Í minnisblaði sóttvarnalæknis er lagt til að engar takmarkanir verði á íþróttastarfi.

19. maí 2020
ÍSÍ greiðir um 300 milljónir til íþrótta- og ungmennafélaga
ÍSÍ hefur greitt til íþrótta- og ungmennafélaga tæplega 300 milljónir króna af 450 milljóna króna framlagi ríkisins til íþróttahreyfingarinnar vegna áhrifa af völdum Covid-19. Annars vegar er um að ræða almenna aðgerð og hins vegar sértæka aðgerð.

18. maí 2020
Nú styttist heldur betur í Hreyfiviku UMFÍ
Nú styttist heldur betur í stuðið, vorboðann ljúfa. Hreyfivika UMFÍ hefst 25. maí næstkomandi og stendur hún til 31. maí. Boðberar hreyfingar í Hreyfiviku UMFÍ eru byrjaðir að undirbúa allskonar viðburði og leiki um allt land og má því búast við gríðarlegu sprikli í vikunni.

14. maí 2020
Komdu í ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna
Viltu vera í ungmennaráði heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna eða veistu um einhvern eða einhverja á aldrinum 13-18 ára sem ættu svo sannarlega að sitja þar? Nú er tækifærið því opnað hefur verið fyrir umsóknir í ungmennaráðið.

14. maí 2020
Jóhann tekur við af Erni í stjórn Íslenskrar getspár
Jóhann Steinar Ingimundarson tók sæti í stjórn Íslenskrar getspár á aðalfundi félagsins sem haldinn var á Grand hótel í gær. Jóhann tekur við sætinu af Erni Guðnasyni, fyrrverandi varaformanni UMFÍ.

13. maí 2020
Einfaldara en áður að tilkynna um óæskilega hegðun
Ný vefsíða Æskulýðsvettvangsins er komin í loftið. Þar er hægt að nálgast upplýsingar um verkefni, verkfæri og úrræði samtakanna á auðveldan hátt og panta námskeið. „ Núna er mun auðveldara fyrir þolendur og aðra sem vilja tilkynna óæskilega hegðun til fagráðsins,“ segir Sema Erla Serdar.