Fara á efnissvæði

Öllum flokkum

Fréttir

Öllum flokkum

29. júlí 2019

Opið í apótekinu og Heilsugæslunni á Höfn vegna Unglingalandsmótsins

„Við ætlum að þjónusta fólkið og hafa opið. Það er nýjung og nokkuð sem við gerum ekki oft,“ segir Ásdís Erla Ólafsdóttir hjá Lyfju á Höfn í Hornafirði. Opið verður bæði í apótekinu og í Heilsugæslunni á Höfn á meðan Unglingalandsmóti UMFÍ stendur um verslunarmannahelgina.

29. júlí 2019

Unglingalandsmót undirbúið í geggjuðu veðri á Höfn

„Allar hendur eru á lofti í geggjuðu veðri hér á Höfn,“ segir Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmdastjóri Unglingalandsmóts UMFÍ sem fram fer á Höfn í Hornafirði um verslunarmannahelgina. Hann var í dag ásamt sjálfboðaliðum og fleirum frá Höfn að gera klárt fyrir mótið.

27. júlí 2019

Hvar á að tjalda á Unglingalandsmóti?

Nú er heldur betur farið að stytttast í Unglingalandsmót UMFÍ sem fram fer á Höfn á Hornafirði um verslunarmannahelgina. Nú erum við komin með kort af tjaldsvæðinu og helstu stöðum mótsins.

26. júlí 2019

„Þau ætla að massa þetta!“

„Margir þátttakendur í kökuskreytingakeppninni leggja sig alla fram, koma með eigin matarlit og hafa skorið út úr sykurmassa. Það má koma með ýmislegt í keppnina, eigið skraut og fleira,“ segir Þórdís Þórsdóttir, sérgreinastjóri í kökuskreytingum á Unglingalandsmóti UMFÍ.

24. júlí 2019

Hvernig skrái ég í lið? En hvað ef barnið mitt er ekki í liði?

Skráning á Unglingalandsmót UMFÍ á Höfn í Hornafirði er nú í fullum gangi og er hægt að skrá þátttakendur til miðnættis 29. júlí næstkomandi. Eðlilega vakna ýmsar spurningar við skráningu þátttakenda á Unglingalandsmótið. Við höfum tekið saman þær helstu og reynum að svara þeim hér.

22. júlí 2019

Ungmennin undrandi á því hvað margt er í boði á Unglingalandsmóti UMFÍ

„Við vissum að krakkarnir í Vinnuskólanum vildu frekar leika sér í íþróttum en reyta arfa og ákváðum þess vegna að bjóða krökkunum að kynnast því sem boðið er upp á á Unglingalandsmóti UMFÍ. Þeim fannst það alveg frábært og margt kom þeim á óvart,“ segir Berglind Steinþórsdóttir á Höfn í Hornafirði

18. júlí 2019

Tjaldsvæðagestir á Höfn: Munið eftir breyti- og millistykkjum fyrir rafmagn

Nú er aldeilis farið að styttast í verslunarmannahelgina 2019 og Unglingalandsmót UMFÍ á Höfn í Hornafirði. Eins og alltaf er aðgangur að tjaldsvæði á mótinu ókeypis fyrir mótsgesti og fjölskyldur þeirra á Höfn. Greiða þarf aðeins fyrir afnot og aðgang að rafmagni á tjaldsvæðinu.

16. júlí 2019

Áhugi fólks á íþróttum kviknar í bogfimi

„Áhugi á bogfimi hefur aukist mikið.. Ég hef haldið námskeið í bogfimi og kynningar um allt land. Á sumum stöðum sem ég hef komið til hefur fólk byrjað að æfa greinina,“ segir Indriði Ragnar Grétarsson, bogfimisérfræðingur. Hann er sérgreinastjóri í bogfimi á Unglingalandsmóti UMFÍ.

15. júlí 2019

Lárus mælir með því að fólk gangi og hjóli á Unglingalandsmótinu

„Það er mjög góð hugmynd að ganga og hjóla á milli íþróttasvæðis og tjaldsvæðis á Höfn. En svo er líka hægt að hlaupa út um allt og hjóla um nágrenni Hafnar“ segir Lárus Páll Pálsson, greinastjóri á Unglingalandsmóti UMFÍ sem fram fer á Höfn í Hornafirði um næstu  verslunarmannahelgi.