Fara á efnissvæði

Öllum flokkum

Fréttir

Öllum flokkum

27. ágúst 2018

Opni háskólinn býður upp á nám fyrir stjórnendur í þriðja geiranum

Opni háskólinn í Háskólanum í Reykjavík (HR) og Almannaheill – samtök þriðja geirans – bjóða í haust og fram yfir áramótin 2018/2019 upp á námslínu í skólanum fyrir nýja og reyndari stjórnendur félagasamtaka og sjálfseignastofnana. UMFÍ er samstarfsaðili Opna háskólans að námslínunni.

06. ágúst 2018

UMSB hlaut Fyrirmyndarbikar Unglingalandsmóts UMFÍ

UMSB hlaut Fyrirmyndarbikar Unglingalandsmóts UMFÍ í gærkvöldi. Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ, afhenti Sigurði Guðmundssyni, framkvæmdastjóra UMSB, bikarinn við mikil fagnaðarlæti mótsgesta. Bikarinn er afhentur þeim sambandsaðila UMFÍ sem er til fyrirmyndar á Unglingalandsmóti.

05. ágúst 2018

Unglingalandsmót í sól og blíðu

„Þetta er æðislegur dagur. Þorlákshöfn er iðandi af lífi og fjöri. Það er frábært að sjá heilu fjölskyldurnar saman að njóta lífsins í sólinni á Unglingalandsmótinu,“ segir Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ.

05. ágúst 2018

Haukur Valtýsson: Unglingalandsmót er besta forvörnin

„Forvarnir eru fjárfesting, forvarnir eru fjárfesting til framtíðar í betra lífi viðkomandi einstaklinga, hvort heldur er í því að forða eða seinka því að ungt fólk komist í kynni við hin ýmsu vímuefni sem í boði eru í samfélagi okkar í dag,“ segir Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ.

05. ágúst 2018

Grilla 1.000 hamborgara og borða 50 kíló af humri í Þorlákshöfn

Sjálfboðaliðar frá Ungmennafélaginu Þór og knattspyrnufélaginu Ægi hafa grillað hátt í 1.000 hamborgara og útbúið 50 kíló af humarpylsum á Unglingalandsmóti UMFÍ í Þorlákshöfn yfir helgina í bænum. Fólk beið jafnan í löngum röðum eftir að fá sér gott í gogginn.

04. ágúst 2018

Létu rigninguna ekki á sig fá

Keppendur á Unglingalandsmóti UMFÍ og gestir voru til fyrirmyndar í gær. Þeir létu ekki rigningu á mótinu á fyrsta keppnisdegi spilla gleði sinni og ánægju hvort heldur var á golfvellinum, í knattspyrnu, strandblaki eða í frjálsum. Keppt var í fjölmörgum greinum og voru allir kátir.

04. ágúst 2018

Breytingar á viðburðum: Bogfimi færð út í sólina

Vegna mikilla skráninga í keppni í bogfimi hefur verið ákveðið að færa greinina. Keppni í bogfimi á samkvæmt dagskrá að vera í Reiðhöllinni. Á sama tíma fellur niður viðburðurinn Teymt undir börnum.

03. ágúst 2018

Breytingar á tímaseðlum vegna mikilla skráninga í greinar

Keppni á Unglingalandsmótinu hófst í morgun, föstudaginn 3. ágúst klukkan 9:00 í körfubolta, golfi og knattspyrnu. Mikilvægt er að skoða tímaskráningar til að allir keppendur mæti á réttum tíma.

03. ágúst 2018

Upplýsingar um næstu leiki og stöðuna á einum stað

Við minnum á að hægt er að nálgast upplýsingar um næstu leiki, umferðir og stöðu leikja í körfubolta, strandblaki og fótbolta. Síðan er undir dagskránni og er þar hægt að skoða allar helstu upplýsingar um ganginn á Unglingalandsmóti UMFÍ.