Fara á efnissvæði

Öllum flokkum

Fréttir

Öllum flokkum

05. júní 2019

Jóhanna segir ferð með UMFÍ bæta tengslin innan hreyfingarinnar

„Mér fannst þetta alveg æðisleg ferð. Þarna tengdist ég öðrum í ungmennafélagshreyfingunni miklu betur en áður og fékk margar góðar hugmyndir,“ segir Jóhanna Íris Ingólfsdóttir, formaður USÚ á Höfn í Hornafirði. Hún fór í vinnuferð til Kaupmannahafnar með fjölda fulltrúa UMFÍ og fleiri.

05. júní 2019

Jens Garðar verður veislustjóri á kvöldstund á Landsmóti UMFÍ 50+

Dagskráin er alltaf að verða betri á Landsmóti UMFÍ 50+ sem fram fer í Neskaupstað dagana 28. - 30. júní. Eftir frábæran laugardag þar sem íþróttir verða í aðalhlutverki verður boðið upp á skemmtilega kvöldstund með mat og gleði allskonar. Veislustjóri verður enginn annar en Jens Garðar Helgason.

31. maí 2019

Líf og fjör í Heilsuleikskólanum Kór í Hreyfiviku UMFÍ

„Við förum alltaf í göngutúr á hverjum degi með börnin. Við förum í leiki, poppum yfir eldi og skoðum hestana með foreldrunum,“ segir Bergrún Stefánsdóttir, íþróttafræðingur í Heilsuleikskólanum Kór í Kópavogi. Nóg er um að vera í leikskólanum í Hreyfiviku UMFÍ.

31. maí 2019

Helgi Gunnarsson lætur af störfum

Helgi Gunnarsson, fjármálastjóri UMFÍ, lætur formlega af störfum í dag en hann fagnar 67 ára aldri í ágúst. Í tilefni dagsins bauð samstarfsfólk Helga upp á kaffi og kruðerí í þjónustumiðstöð UMFÍ í Reykjavík.

29. maí 2019

Mikilvægt að taka sjálfur þátt í Hreyfiviku UMFÍ

„Ég hef verið að hita upp fyrir sundkeppni sveitarfélaga og koma okkur í gírinn. Sundkeppnin hreyfir við mörgum ef ég tek þátt í henni sjálfur og dreg aðra með,“ segir Þórhallur J. Svavarsson. Hann hefur í gegnum árin verið aðaldriffjöðurin á Hellu í sundkeppni sveitarfélaganna í Hreyfiviku UMFÍ.

29. maí 2019

Starfsmenn Lyfju gera þrekæfingar á vaktinni

„Þetta leggst mjög vel í mannsskapinn. Okkur öllum finnst hreyfing góð. Það er gott að taka svolítið á því og hreyfa sig í Hreyfiviku UMFÍ. Það er hvatning til starfsmanna sem vinna langan dag og eflir starfsandann,“ segir Þorsteinn Hjörtur Bjarnason, aðstoðarlyfjafræðingur í Lyfju við Smáratorg.

28. maí 2019

Staða samskiptaráðgjafa orðið að veruleika

Frumvarp mennta- og menningarmálaráðherra um starf samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs er orðið að lögum. Í ákvæði til bráðabirgða með lögunum segir að ráðherra sé nú heimilt að útvista starfinu til þriðja aðila, auglýsa það og ráða í starfið til fimm ára í senn.

27. maí 2019

Allir eru með í Hreyfiviku UMFÍ

„Borgfirðingar taka alltaf þátt í Hreyfiviku UMFÍ. Við leggjum okkur líka fram um að bjóða öllum að vera með, bæði börnum og fullorðnum,“ segir Sigurður Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ungmennasambands Borgarfjarðar. Hreyfivika UMFÍ hefst í dag áttunda árið í röð.

23. maí 2019

Fundur um þátttöku barna og ungmenna af erlendum uppruna í skipulögðu íþróttastarfi

ÍSÍ og UMFÍ standa saman að opnum fundi þar sem rætt verður um það hvernig gengur að fjölga börnum og ungmennum af erlendum uppruna í skipulögðu íþróttastarfi. Ragnheiður Sigurðardóttir segir gögn benda til að í þeim hópi séu færri börn. Á fundinum verður rætt um stöðu mála.