Fara á efnissvæði

Öllum flokkum

Fréttir

Öllum flokkum

23. maí 2019

Mikilvægt að byggja brýr til að ná betur til erlends fólks

„Það er ekki nóg að þýða bæklinga á erlend tungumál. Við fengum til liðs við okkur pólska konu til að tala við fólk sem hefur flutt hingað frá Póllandi. Nú hefur iðkendum fjölgað í okkar deild,“ segja þær Þórey Guðný Marinósdóttir og Margrét Sigurvinsdóttir.

21. maí 2019

Soffía vill hækka framlög til Íþróttasjóðs

Soffía Ámundadóttir er önnur konan til að setjast í stól formanns íþróttanefndar ríkisins. Hún segir mikilvægt að setja kraft í umræðuna um kynjajafnrétti í íþróttum og vill auka fjárframlög til íþróttamála.

17. maí 2019

Opið fyrir skráningu á Landsmót UMFÍ 50+

Opnað hefur verið fyrir skráningu á Landsmót UMFÍ 50 ára og eldri sem haldið verður í Neskaupstað dagana 28.-30. júní. Á meðal greina sem boðið er upp á er boccía, sem nýtur gríðarlegra vinsælda, pönnukökubakstur sem enginn vill missa af og stígvélakast.

17. maí 2019

Til hamingju með daginn Íþróttasamband fatlaðra

Íþróttasamband fatlaðra fagnar 40 ára afmæli í dag en það var stofnað á þessum degi árið 1979. UMFÍ óskar sambandinu til hamingju með daginn. Í nýjasta tölublaði Skinfaxa er fjallað um heimsleika Special Olympics og rætt við þau Önnu Karólínu Vilhjálmsdóttur og Jónas Sigursteinsson um leikana.

17. maí 2019

Unified íþróttir styrkja samband beggja íþróttamanna

„Unified-íþróttir, þar sem fatlaðir og ófatlaðir æfa og keppa saman, eru það sem koma skal í minni byggðarlögum,“ segir Jónas Sigursteinsson, íþróttakennari og þjálfari tveggja keppenda sem fóru á heimsleika Special Olympics. Íþróttasamband fatlaðra fagnaði 40 ára afmæli í föstudag.

15. maí 2019

Ertu 13-16 ára og vilt sitja þingfund á Alþingi 17. júní?

Fyrirhugað er að halda þingfund 13-16 ára ungmenna á Alþingi 17. júní. Gert er ráð fyrir að 70 ungmenni af öllu landinu taki þátt. Þingfundurinn verður í beinni útsendingu á RÚV og vef Alþingis. UMFÍ hvetur ungt fólk til að sækja um og ungmennaráð til að senda umsókn.

14. maí 2019

Alexandra er nýr verkefnastjóri Hreyfiviku UMFÍ

Selfyssingurinn Alexandra Björg Ægisdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri Hreyfiviku UMFÍ. Hún æfði fimleika í æsku og keppti í hestaíþróttum. Alexandra hvetur Sunnlendinga til að standa fyrir viðburðum og hreyfa við öðrum í Hreyfivikunni.

14. maí 2019

Andlegi þátturinn skiptir miklu máli í daglegu lífi og íþróttum

Er íþróttafólk fæddir snillingar eða er árangur í íþróttum og í daglegu lífi lærður eiginleiki? Þessari spurningur velti upp Robert Weinberg, prófessor við Miami-háskóla í Oxford í Ohio í Bandaríkjunum, í fyrirlestri sem hann hélt í Háskólanum í Reykjavík í gær.

10. maí 2019

Gísli ráðinn verkefnastjóri Unglingalandsmóts UMFÍ

„Ég hef skipulagt mikið af stórum veislum en ekkert í líkingu við þetta. Þess vegna er gott að hafa á bak við mig stóran hóp á Höfn sem þekkir vel til mótahalds af þessari stærðargráðu,“ segir Gísli Vilhjálmsson. Hann hefur verið ráðinn verkefnastjóri Unglingalandsmóts UMFÍ á Höfn í Hornafirði.