Fara á efnissvæði

Öllum flokkum

Fréttir

Öllum flokkum

03. ágúst 2018

Setning Unglingalandsmóts færð til laugardags

Í ljósi veðuraðstæðna í allan dag hefur setning Unglingalandsmóts UMFÍ verið færð fram til morgundags, laugardaginn 4. ágúst klukkan 20:00. UMFÍ óskar eftir aðstoð allra mótsgesta við að dreifa skilaboðunum til allra.

02. ágúst 2018

Fyrsti dagur ULM: Mótsgögn, tjaldsvæði og kvöldvaka með DJ Dóru Júlíu

Nú er fyrsti dagur Unglingalandsmóts UMFÍ í Þorlákshöfn. Á þessum fyrsta degi mætir fólk í bæinn og kemur sér fyrir á tjaldsvæðinu. Við bendum á að þátttakendur og forráðamenn þeirra þurfa að ná í mótsgögn í þjónustumiðstöð Unglingalandsmótsins (ULM) á svæðinu.

02. ágúst 2018

Tímaplön tilbúin í öllum greinum

Fyrsti dagur Unglingalandsmóts UMFÍ í Þorlákshöfn hefur gengið mjög vel. Skráning í greinar er gríðarlega góð og um 5.000 þátttakendur skráðir í greinar. Nákvæm tímaplön fyrir fjölmennustu greinarnar eru nú tilbúin. Tímaplön er hægt að að skoða á vefsíðunni www.ulm.is undir liðnum Dagskrá.

01. ágúst 2018

Kort af Þorlákshöfn og tjaldsvæðinu á Unglingalandsmóti

Unglingalandsmót UMFÍ er rétt handan við hornið. Fyrsti dagur mótsins er á morgun og fara þá þátttakendur að flykjast í bæinn, ná í mótsgögn og þeir sem koma utan að koma sér fyrir á tjaldsvæðinu. Flest í Þorlákshöfn er í göngufæri og því upplagt að leggja bílnum alla helgina.

31. júlí 2018

Unglingalandsmót UMFÍ setur svip sinn á Þorlákshöfn

Nú er heldur betur farið að styttast í Unglingalandsmót UMFÍ í Þorlákshöfn. Búið er að setja upp fánaborgir víða um bæinn með fánum UMFÍ og styrktaraðila mótsins. Í gær kom svo heil hersing af sjálfboðaliðum á mótssvæðið og lauk við að setja upp tjaldið stóra þar sem kvöldvökur fara fram.

30. júlí 2018

Margrét segir Unglingalandsmót UMFÍ frábært fyrir alla fjölskylduna

„Verslunarmannahelgin hefur alltaf verið frátekin hjá okkur fyrir Unglingalandsmót UMFÍ. Við höfum skráð þrjú börn á mótið á hverju ári,“ segir Margrét Brynjólfsdóttir á Patreksfirði. Margrét segir mótið frábæran viðburð fyrir fjölskyldufólk.

29. júlí 2018

Íbúafjöldi Þorlákshafnar margfaldast um verslunarmannahelgina

Heljarinnar fjör verður í Þorlákshöfn um verslunarmannahelgina þegar Unglingalandsmót UMFÍ fer þar fram. Þátttakendur eru á annað þúsund á mótum UMFÍ og má búast við að mannfjöldi í bænum verði frá því að vera fjórfalt meiri en venjulegt er og jafnvel meira.

27. júlí 2018

Búið að stækka tjaldsvæðið í Þorlákshöfn mikið

Allt er á fullum gangi við undirbúning Unglingalandsmóts UMFÍ í Þorlákshöfn um verslunarmannahelgina. Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmdastjóri Unglingalandsmóts UMFÍ, og Ragnar M. Sigurðsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Ölfuss, skoðuðu meðal annars tjaldsvæðið í Þorlákshöfn í gær.

26. júlí 2018

Get ég skráð marga á Unglingalandsmót UMFÍ í einu?

Skráning á Unglingalandsmót UMFÍ í Þorlákshöfn er nú í fullum gangi og er hægt að skrá þátttakendur til 30. júlí næstkomandi. Búast má við gífurlegum fjölda á mótið. Nokkrar spurningar hafa vaknað hjá þeim sem eru ýmist að skrá börn sín eða sjálfa sig á á Unglingalandsmótið. Hér eru svör við þeim.