Öllum flokkum

02. maí 2019
Áhersla á öryggi, aðgengi og fagmennsku í nýrri íþróttastefnu
„Með nýrri íþróttastefnu erum við að skilgreina þau forgangsverkefni sem við viljum vinna að næstu árin,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. Hún kynnti í dag nýja íþróttastefnu fyrir árin 2019-2030.

30. apríl 2019
Ragnheiður og Elísabet á meðal þátttakenda á Evrópsku ungmennavikunni
Þær Ragnheiður Sigurðardóttir og Elísabet Kristjánsdóttir eru staddar á Evrópsku ungmennavikunni í Brussel fyrir hönd UMFÍ í vikunni. Ragnheiður segir þátttakendur læra mikið um þátttöku ungmenna í lýðræðislegu samfélagi og hvernig hægt er að virkja fólk betur. Nokkuð þúsund manns er á ráðstefnunni.

17. apríl 2019
Upptökur af fyrirlestrum um aðgerðir gegn ofbeldi
Nú eru fyrirlestrar frá ráðstefnunni „Eru íþróttir leikvangur ofbeldis? aðgengilegir. Ráðstefnan var vel sótt og allir fyrirlestrarnir þarft innlegg í umræðu um ofbeldi í íþróttum. Fólk er hvatt til að kynna sér efni ráðstefnunnar og nýta það í leik og starfi.

16. apríl 2019
Margrét er nýr formaður héraðssambandsins Hrafna-Flóka
„Mér finnst þetta spennandi og hef áhuga á menntun þjálfara. Íþróttastarfið hefur líka vaxið mikið hjá sambandinu,“ segir Margrét Brynjólfsdóttir. Hún tók við formennsku í Héraðssambandi Hrafna-Flóka í síðustu viku. Margrét segir samfélagið hafa stækkað mikið og starf héraðssambandsins líka.

16. apríl 2019
Danir kynna sér góðan árangur Íslendinga í forvarnarmálum
Danskt sveitarstjórnarfólk er statt hér á landi að kynna sér ýmislegt af því sem vel hefur verið gert í skipulögðu tómstunda- og æskulýðsstarfi. Fólkið fundaði með Auði Ingu Þorsteinsdóttur, framkvæmdastjóra UMFÍ, og fræddist um verkefnin, áherslur og þjónustu við sambandsaðila UMFÍ.

12. apríl 2019
Lilja hvetur ungt fólk til að taka þátt í félagsstarfi
„Ég er talskona þess að ungt fólk taki þátt í félagsstarfi. Ég hef gert það frá 13 ára aldri,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Hún var í pallborði á ungmennaráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði sem fram fór í Borgarnesi í vikunni og hvatti fólk til að láta í sér heyra.

11. apríl 2019
Mikilvægt að fylgja innsæinu og trúa á sjálfan sig, segir ráðherra
„Fólk á alltaf að treysta eigin innsæi en samt vera tilbúið til að hlusta á gagnrýni og geta skipt um skoðun. Fullorðnu fólki finnst mjög erfitt að vera það sjálft. En maður má ekki tapa gleðinni heldur vera maður sjálfur,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir.

11. apríl 2019
Ungt fólk hefur mikil áhrif
„Sókratíska aðferðin að taka þátt í samræðum er mikilvægur liður í því að verða besta útgáfan af sjálfum sér og átta sig á því hvers vegna ég bregst við skoðunum annarra eins og ég geri,“ segir Salvör Nordal, umboðsmaður barna.

09. apríl 2019
Ertu búin/n að sækja um styrk í Umhverfissjóð UMFÍ?
UMFÍ minnir á að frestur til að sækja um í Umhverfissjóð UMFÍ rennur út 15. apríl næstkomandi. Skilyrði fyrir styrkjum er að styrkþegi sé félagi/félag innan UMFÍ og verkefni sé umhverfisverkefni. Tilkynnt verður um úthlutanir úr sjóðnum 15. maí.