Öllum flokkum

05. apríl 2019
UMFÍ auglýsir eftir mótshaldara fyrir Landsmót UMFÍ 50+ sumarið 2021
Landsmót UMFÍ 50+ hefur verið haldið víða um land frá árinu 2011. Það verður í Neskaupstað dagana 28. – 30. júní í sumar og í Borgarnesi sumarið 2020. Nú er komið að því að finna mótsstað árið 2021. Landsmót UMFÍ 50+ er blanda af íþróttakeppni og skemmtun fyrir 50 ára og eldri.

29. mars 2019
Sigurður Óskar og Halldór sæmdir starfsmerki UMFÍ
Halldór Einarsson og Sigurður Óskar Jónsson voru báðir sæmdir starfsmerki UMFÍ á ársþingi Ungmennasambandsins Úlfljóts (USÚ) sem fram fór á Höfn í Hornafirði á miðvikudag. Þeir hafa báðir unnið af elju fyrir Ungmennafélagið Mána í Nesjum.

27. mars 2019
Uppselt á ungmennaráðstefnu
Uppselt er á ungmennráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði sem fram fer dagana 10. - 12. apríl nk.

26. mars 2019
Aldís Arna dansar með fólki og styður við Sýnum karakter
„Ég varð strax hugfangin af verkefninu „Sýnum karakter“ því það snýr að miklu leyti að sjálfstykingu, félagsfærni og leiðtogahæfni barna og unglinga“ segir Aldís Arna Tryggvadóttir, Hún er að byrja með námskeið í Dance Aerobics í Borgarnesi til styrktar innleiðingu á Sýnum karakter í starfi UMSB.

25. mars 2019
Minnum á umsóknir í Fræðslu- og verkefnasjóð fyrir 1. apríl
Nú er búið að opna fyrir umsóknir í Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ. Umsóknarfrestur er til 1. apríl næstkomandi. UMFÍ hvetur sérstaklega til þess að sótt verði um styrki vegna verkefna í samræmi við stefnu UMFÍ en þar er áherslan á ungt fólk, jaðarhópa og eldri aldurshópa.

21. mars 2019
Gunnar Þór og Sara sæmd starfsmerki UMFÍ
Gunnar Þór Gestsson og Sara Gísladóttir voru sæmd starfsmerki UMFÍ á ársþingi Ungmennasambands Skagafjarðar (UMSS) sem haldið var á þriðjudag. Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ, afhenti starfsmerkin.

15. mars 2019
Guðríður sæmd gullmerki UMFÍ
Guðríður Aadnegard, formaður Héraðssambandsins Skarphéðins (HSK), var sæmd gullmerki UMFÍ á þingi sambandsins í gær. Á sama tíma voru heiðruð með starfsmerki þau Jóhanna Hlöðversdóttir, Sigríður Anna Gujónsdóttir og Guðmann Óskar Magnússon.

15. mars 2019
Davíð hlaut starfsmerki UMFÍ
Davíð Sveinsson var heiðraður með starfsmerki UMFÍ á héraðsþingi Héraðssambands Snæfellsness og Hnappadalssýslu sem fram fór á fimmtudag.

14. mars 2019
Velferðarráðherra styrkir UMFÍ til að halda áfram með verkefnið Vertu með!
UMFÍ hlaut á dögunum 1,2 milljóna króna styrk velferðarráðherra í tengslum við verkefnið Vertu með! Verkefnið er liður í því að auka þátttöku barna og ungmenna af erlendum uppruna í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi. Styrkfénu verður varið í næstu skref verkefnisins.