Öllum flokkum

03. október 2018
Forvarnir virka best með fleiri gæðastundum fjölskyldunnar
Hinn árlegi Forvarnardagur fór fram í dag. Við það tækifæri heimsótti Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, nemendur við Menntaskólann í Harmahlíð og grunnskóla Grindavíkur og ræddi við þau um forvarnir. Nemendur í Grindavík mæla með því að fjölga gæðastundum fjölskyldunnar.

02. október 2018
Forsetinn og borgarstjóri ræddu um rafrettur og skaða lyfseðilsskyldra lyfja
Daglegar rafrettureykingar nemenda í 8. - 10. bekk grunnskólum á Íslandi hafa aukist um 200% á síðastliðnum tveimur árum og hafa nú þrefalt fleiri nemendur í þessum bekkjum notað rafrettur daglega. Nemendur í bekkjunum eru frá 13 til 16 ára.

01. október 2018
Fjölnir bætir við sig hokkídeild og listskautadeild
Á framhaldsaðalfundi Skautafélagsins Bjarnarins hefur verið samþykkt að ungmennafélagið Fjölnir taki yfir alla starfsemi frá deginum í dag. Í kjölfarið verða stofnaðar tvær deildir innan Fjölnis, hokkídeild og listskautadeild sem taka við starfi Bjarnarins.

28. september 2018
Foreldrar eignast nýja vini í gegnum íþróttir barnanna
Þau Samar E. Zahida, taekwondokona úr Ármanni, og körfuboltamaðurinn Maciej Baginski úr Njarðvík, mæla bæði með því að foreldrar barna af erlendum uppruna skrái börn sín í íþróttir. Þau segja íþróttina hafa bætt þau mikið ekki síður en foreldrana sem hafi ferðast með þeim víða og eignast nýja vini.

28. september 2018
Bergrún ætlar að prófa allskonar íþróttir á Paralympic-deginum
„Mér finnst gaman að prófa ýmsar íþróttir og hef þess vegna farið nokkrum sinnum á Paralympic-daginn,“ segir frjálsíþróttakonan Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir. Paralympic-dagurinn er á laugardag, 29. september frá klukkan 13:00 - 16:00. Þar fær fólk tækifæri til að prófa allskonar íþróttir.

27. september 2018
Fimm félög fengu styrk til að fjölga börnum erlendra foreldra í íþróttum
„Það er lofsvert að vekja athygli á börnum með annað móðurmál en íslensku. Ég er virkilega ánægð með þetta framtak,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, um verkefnið Aukin þátttaka barna og ungmenna af erlendum uppruna í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi sem kynnt var í dag.

26. september 2018
Efnt er til blaðamannafundar
UMFÍ og ÍSÍ boða til blaðamannafundar fimmtudaginn 27. september kl. 12:15 – 13:00 í Valsheimilinu í Reykjavík í tengslum við verkefnið, Aukin þátttaka barna og ungmenna af erlendum uppruna í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi.

25. september 2018
Tilmæli Persónuverndar til leikskóla, grunnskóla, frístundaheimila og íþróttafélaga
Miðlun persónuupplýsinga um börn í gegnum samfélagsmiðla, svo sem Facebook, telst til vinnslu persónuupplýsinga sem fellur undir gildissvið laga um Persónuvernd. Í þessu samhengi er vert að árétta að ljósmyndir af einstaklingum teljast almennt til persónuupplýsinga.

25. september 2018
Ertu búin/n að senda inn umsókn í Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ?
UMFÍ minnir á að opið er fyrir umsóknir í Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ til og með miðnættis 1. október. Umsóknir á þar til gerðu eyðublaði þurfa að berast fyrir þann tíma en úthlutun úr sjóðnum fer fram 1. nóvember næstkomandi.