Öllum flokkum

30. ágúst 2018
Ertu á leið í lýðháskóla?
UMFÍ styrkir ungt fólk sem hyggur á nám í lýðháskólum í Danmörku. Umsóknarfrestur er til 15. september nk.

29. ágúst 2018
Ókeypis námskeið fyrir fólk í stjórnum félaga
Stjórnarfólki sambandsaðila UMFÍ gefst kostur á að sækja námskeið í félagastjórnun sem haldið verður á Akureyri föstudaginn 7. september. Námskeiðið er ókeypis og haldið á ráðstefnunni Lýsu, sem áður hét Fundur fólksins. Ráðstefnan verður haldin í menningarhúsinu Hofi á Akureyri.

28. ágúst 2018
Fjárveitingar háðar því að félögin vinni eftir siðareglum og viðbragðsáætlunum
„Stóru félögin, á borð við Völsung, taka vel í að skilyrða sig til að fara eftir siðareglunum og kvitta upp á að óska eftir sakavottorðum fyrir þjálfara og annað starfsfólk. En þetta ferli getur verið erfiðara fyrir minni félög,“ segir íþrótta- og tómstundafulltrúinn Kjartan Páll Þórarinsson.

27. ágúst 2018
Opni háskólinn býður upp á nám fyrir stjórnendur í þriðja geiranum
Opni háskólinn í Háskólanum í Reykjavík (HR) og Almannaheill – samtök þriðja geirans – bjóða í haust og fram yfir áramótin 2018/2019 upp á námslínu í skólanum fyrir nýja og reyndari stjórnendur félagasamtaka og sjálfseignastofnana. UMFÍ er samstarfsaðili Opna háskólans að námslínunni.

06. ágúst 2018
UMSB hlaut Fyrirmyndarbikar Unglingalandsmóts UMFÍ
UMSB hlaut Fyrirmyndarbikar Unglingalandsmóts UMFÍ í gærkvöldi. Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ, afhenti Sigurði Guðmundssyni, framkvæmdastjóra UMSB, bikarinn við mikil fagnaðarlæti mótsgesta. Bikarinn er afhentur þeim sambandsaðila UMFÍ sem er til fyrirmyndar á Unglingalandsmóti.

05. ágúst 2018
Unglingalandsmót í sól og blíðu
„Þetta er æðislegur dagur. Þorlákshöfn er iðandi af lífi og fjöri. Það er frábært að sjá heilu fjölskyldurnar saman að njóta lífsins í sólinni á Unglingalandsmótinu,“ segir Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ.

05. ágúst 2018
Haukur Valtýsson: Unglingalandsmót er besta forvörnin
„Forvarnir eru fjárfesting, forvarnir eru fjárfesting til framtíðar í betra lífi viðkomandi einstaklinga, hvort heldur er í því að forða eða seinka því að ungt fólk komist í kynni við hin ýmsu vímuefni sem í boði eru í samfélagi okkar í dag,“ segir Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ.

05. ágúst 2018
Grilla 1.000 hamborgara og borða 50 kíló af humri í Þorlákshöfn
Sjálfboðaliðar frá Ungmennafélaginu Þór og knattspyrnufélaginu Ægi hafa grillað hátt í 1.000 hamborgara og útbúið 50 kíló af humarpylsum á Unglingalandsmóti UMFÍ í Þorlákshöfn yfir helgina í bænum. Fólk beið jafnan í löngum röðum eftir að fá sér gott í gogginn.

04. ágúst 2018
Létu rigninguna ekki á sig fá
Keppendur á Unglingalandsmóti UMFÍ og gestir voru til fyrirmyndar í gær. Þeir létu ekki rigningu á mótinu á fyrsta keppnisdegi spilla gleði sinni og ánægju hvort heldur var á golfvellinum, í knattspyrnu, strandblaki eða í frjálsum. Keppt var í fjölmörgum greinum og voru allir kátir.