Öllum flokkum

04. ágúst 2018
Breytingar á viðburðum: Bogfimi færð út í sólina
Vegna mikilla skráninga í keppni í bogfimi hefur verið ákveðið að færa greinina. Keppni í bogfimi á samkvæmt dagskrá að vera í Reiðhöllinni. Á sama tíma fellur niður viðburðurinn Teymt undir börnum.

03. ágúst 2018
Breytingar á tímaseðlum vegna mikilla skráninga í greinar
Keppni á Unglingalandsmótinu hófst í morgun, föstudaginn 3. ágúst klukkan 9:00 í körfubolta, golfi og knattspyrnu. Mikilvægt er að skoða tímaskráningar til að allir keppendur mæti á réttum tíma.

03. ágúst 2018
Upplýsingar um næstu leiki og stöðuna á einum stað
Við minnum á að hægt er að nálgast upplýsingar um næstu leiki, umferðir og stöðu leikja í körfubolta, strandblaki og fótbolta. Síðan er undir dagskránni og er þar hægt að skoða allar helstu upplýsingar um ganginn á Unglingalandsmóti UMFÍ.

03. ágúst 2018
Setning Unglingalandsmóts færð til laugardags
Í ljósi veðuraðstæðna í allan dag hefur setning Unglingalandsmóts UMFÍ verið færð fram til morgundags, laugardaginn 4. ágúst klukkan 20:00. UMFÍ óskar eftir aðstoð allra mótsgesta við að dreifa skilaboðunum til allra.

02. ágúst 2018
Fyrsti dagur ULM: Mótsgögn, tjaldsvæði og kvöldvaka með DJ Dóru Júlíu
Nú er fyrsti dagur Unglingalandsmóts UMFÍ í Þorlákshöfn. Á þessum fyrsta degi mætir fólk í bæinn og kemur sér fyrir á tjaldsvæðinu. Við bendum á að þátttakendur og forráðamenn þeirra þurfa að ná í mótsgögn í þjónustumiðstöð Unglingalandsmótsins (ULM) á svæðinu.

02. ágúst 2018
Tímaplön tilbúin í öllum greinum
Fyrsti dagur Unglingalandsmóts UMFÍ í Þorlákshöfn hefur gengið mjög vel. Skráning í greinar er gríðarlega góð og um 5.000 þátttakendur skráðir í greinar. Nákvæm tímaplön fyrir fjölmennustu greinarnar eru nú tilbúin. Tímaplön er hægt að að skoða á vefsíðunni www.ulm.is undir liðnum Dagskrá.

01. ágúst 2018
Kort af Þorlákshöfn og tjaldsvæðinu á Unglingalandsmóti
Unglingalandsmót UMFÍ er rétt handan við hornið. Fyrsti dagur mótsins er á morgun og fara þá þátttakendur að flykjast í bæinn, ná í mótsgögn og þeir sem koma utan að koma sér fyrir á tjaldsvæðinu. Flest í Þorlákshöfn er í göngufæri og því upplagt að leggja bílnum alla helgina.

31. júlí 2018
Unglingalandsmót UMFÍ setur svip sinn á Þorlákshöfn
Nú er heldur betur farið að styttast í Unglingalandsmót UMFÍ í Þorlákshöfn. Búið er að setja upp fánaborgir víða um bæinn með fánum UMFÍ og styrktaraðila mótsins. Í gær kom svo heil hersing af sjálfboðaliðum á mótssvæðið og lauk við að setja upp tjaldið stóra þar sem kvöldvökur fara fram.

30. júlí 2018
Margrét segir Unglingalandsmót UMFÍ frábært fyrir alla fjölskylduna
„Verslunarmannahelgin hefur alltaf verið frátekin hjá okkur fyrir Unglingalandsmót UMFÍ. Við höfum skráð þrjú börn á mótið á hverju ári,“ segir Margrét Brynjólfsdóttir á Patreksfirði. Margrét segir mótið frábæran viðburð fyrir fjölskyldufólk.