Fara á efnissvæði

Öllum flokkum

Fréttir

Öllum flokkum

16. janúar 2018

UMFÍ kannar umfang ofbeldis innan ungmennafélagshreyfingarinnar

Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) sendi í dag stjórnendum sambandsaðila UMFÍ og aðildarfélögum þeirra ítarlegan spurningalista með það fyrir augum að kortleggja og greina umfang þeirra ofbeldisverka og áreitni sem lýst er undir myllumerkinu #metoo.

14. janúar 2018

Ályktun sambandsráðsfundar UMFÍ: Stjórnendur UMFÍ leggja sitt af mörkum gegn ofbeldi

Stjórnendur innan Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) samþykktu á sambandsráðsfundi sínum í gær ályktun um að bregðast við og leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn hvers kyns ofbeldi innan ungmennafélagshreyfingarinnar. Ályktunin kemur í kjölfar #metoo frásagna íþróttakvenna í vikunni.

12. janúar 2018

Yfirlýsing frá UMFÍ: Hátterni í algjörri andstöðu við gildi ungmennafélagshreyfingarinnar

Margar íþróttakonur hafa nú stigið fram og greint frá hræðilegum brotum gegn sér innan ungmenna- og íþróttahreyfingarinnar undir myllumerkinu #metoo. Þetta eru hræðilegar sögur, frásagnir af hátterni sem á ekki að líðast og eru í algjörri andstöðu við gildi ungmennafélagshreyfingarinnar.

12. janúar 2018

Hvað get ég gert?

Ofbeldi, áreitni og önnur ósæmileg hegðun á ekki að lýðast innan ungmenna- og íþróttahreyfingarinnar. Margar leiðir eru til fyrir þá sem vilja leita sér hjálpar ef þeir hafa orðið fyrir ofbeldi eða vita um ofbeldisverk.

11. janúar 2018

Baldur Þorleifsson hjá Snæfelli: Ég er nú að gefa til baka

„Þetta er mjög skemmtilegt. Ég var mjög lengi keppnismaður og er nú að gefa til baka,“ segir Baldur Þorleifsson, aðstoðarþjálfari kvennaliðs Snæfells í körfuknattleik. Baldur keppti lengi með meistaraflokki Snæfells í körfubolta og Víkingi Ólafsvík í knattspyrnu.

10. janúar 2018

Stjarnan fær sakavottorð allra þjálfara

Framkvæmdastjóri Stjörnunnar í Garðabæ vinnur að því að fá sakavottorð allra þjálfara félagsins. Það er hægt að gera beint í gegnum þjónustumiðstöð UMFÍ. Sú leið sparar Stjörnunni í kringum eina milljón króna.

08. janúar 2018

Viltu verða framkvæmdastjóri UÍA?

Stjórn Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands (UÍA) auglýsir eftir framkvæmdastjóra. Ester S. Sigurðardóttir, sem er framkvæmdastjóri UÍA í dag, óskaði í lok nýliðins árs að láta af störfum. Hún hverfur til annarra starfa með vorinu.

05. janúar 2018

Sigurður er nýr framkvæmdastjóri UMSB

Sigurður Guðmundsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Ungmennasambands Borgarfjarðar (UMSB). Hann tekur til starfa 1. febrúar. Sigurður tekur við starfinu af Pálma Blængssyni, sem hefur verið framkvæmdastjóri frá miðju ári 2013.

04. janúar 2018

Fjölnir heldur námskeið fyrir markmenn í handbolta

Vanja Radic, markmannsþjálfari frá Bosníu, verður með námskeið fyrir markmenn í handbolta um næstu helgi (dagana 6.-7. janúar). Námskeiðið er opið öllum markmönnum sem fæddir eru á árunum 1995-2006. Ungmennafélagið Fjölnir stendur fyrir námskeiðinu og greiddi fyrir komu Radic hingað til lands.