Öllum flokkum

10. apríl 2018
Iða Marsibil endurkjörinn formaður
Iða Marsibil Jónsdóttir var endurkjörinn formaður á 39. Héraðsþingi Héraðssambandsins Hrafna-Flóka sem haldið var 4. apríl síðastliðinn í Félagsheimili Patreksfjarðar.

09. apríl 2018
Rekstur íþróttahéraðsins UMSS styrkist
Ingibjörg Klara Helgadóttir, nýkjörinn formaður Ungmennasambands Skagafjarðar (UMSS) og Ásta Pálmadóttir, sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar, skrifuðu í morgun undir samning á milli félagsins og sveitarfélagsins. Með samningnum skuldbindur sveitarfélagið sig til að styrkja UMSS árlega.

07. apríl 2018
Þingmenn leggja til að ráðherra skipi starfshóp um lýðháskóla
Willum Þór Þórsson og fleiri þingmenn leggja til að Alþingi feli Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, að skipa starfshóp sem skipuleggi stofnun lýðháskóla UMFÍ á Laugarvatni. Á sama tíma er unnið að frumvarpi til laga um lýðháskóla í menntamálaráðuneytinu.

06. apríl 2018
Rætt um lýðháskóla
Hvernig á að búa til skóla úr engu? Því velti Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, meðal annars upp í erindi um áform UMFÍ að stofna lýðháskóla á Laugarvatni. UMFÍ er meðal þeirra sem standa að ráðstefnu um lýðháskóla á Íslandi. Hinir eru LungA skólinn og Lýðháskólinn á Flateyri.

01. apríl 2018
Nú getur þú skráð þig á Landsmótið
Í dag var opnað fyrir skráningu á Landsmótið í Skagafirði í sumar. Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, segir mótið nýjung og sér fyrir sér að það verði vettvangur fjölskyldu og vinahópa, skólafélaga og fleiri sem njóta þess að stunda íþróttir.

28. mars 2018
Sigurður er nýr formaður UMSE
Talsverðar breytingar urðu á stjórn Ungmennasambands Eyjafjarðar (UMSE) á ársþingi í síðustu viku. Sigurður Eiríksson var kosinn formaður. Á þinginu hlaut Stefán Garðar Níelsson, formaður knattspyrnudeildar Dalvík/Reyni starfsmerki UMFÍ.

26. mars 2018
„Við viljum ekki lenda í slysum út af vondum vegi“
„Við erum að gera alveg jafn merkilega hluti og annað fólk og keyrum bíla. En við viljum ekki lenda í slysum út af vondum vegi,“ segir Gunnar Einarsson, 14 ára í Ungmennaráði Seyðisfjarðar. Hann var á meðal 60 ungmenna á ungmennaráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði sem fram fór í síðustu viku.

24. mars 2018
Skrópa í skóla til að mæta á ráðstefnu fyrir ungt fólk
Ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði fór fram í vikulokin. Ráðstefnugestir sendu frá sér ályktun þar sem segir að kvíði og þunglyndi framhaldsskólanema hafi aukist mikið og vilja þau að sálfræðiaðstoð verði aukin í skólum. Nokkrir lögðu mikið á sig til að mæta á ráðstefnuna.

22. mars 2018
Ungmennaráð bætir samfélagið
Rúmlega sextíu ungmenni sitja árlegu ráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði sem hófst á Hotel Borealis að Efri-Brú í Grímsnes- og Grafningshreppi í dag, fimmtudaginn 22. mars. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra hélt erindi við setningu ráðstefnunnar í dag.