Öllum flokkum

20. mars 2018
Jónas er nýr formaður HSÞ
Guðrún Kristinsdóttir hjá Völsungi var heiðruð með starfsmerki UMFÍ á ársþingi Héraðssambands Þingeyinga (HSÞ) í síðustu viku. Á þinginu varð breyting á stjórn HSÞ og tók þar Jónas Egilsson við af Anitu Karin Guttesen sem formaður sambandsins.

20. mars 2018
Blönduð lið fatlaðra og ófatlaðra í blaki opna mikla möguleika
„Fólk sem hefur áhuga á íþróttaþjálfun barna og vill heyra hvernig besti blakmaður í heimi nær að halda börnum í íþróttum og hvetja þau áfram ætti að koma til Húsavíkur um helgina og sjá hvernig Vladimir Grbic vinnur,“ segir Anna Karólína Vilhjálmsdóttir hjá Íþróttasambandi fatlaðra.

19. mars 2018
Thelma ráðin verkefnastjóri Landsmótsins
Thelma Knútsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri Landsmótsins á Sauðárkróki. Thelma segir undirbúning Landsmótsins ganga vel. „Það er búið að skipuleggja hverja grein og sérgreinarstjórnar klárir. Þetta er allt að koma.“Hún er spennt enda nóg að gera að gera.

19. mars 2018
Rósa sæmd gullmerki UMFÍ
Rósa Marinósdóttir var sæmd gullmerki UMFÍ á sambandsþingi Ungmennasambands Borgarfjarðar (UMSB) í síðustu viku. Kristján Gíslason fékk starfsmerki UMFÍ fyrir gott starf í þágu hreyfingarinnar. Á sama tíma var María Júlía Jónsdóttir kosin sambandsstjóri í stað Sólrúnar Höllu Bjarnadóttur.

15. mars 2018
Kolbrún Lára: „Þingmenn ættu að hlusta betur á ungt fólk“
Ungmennaráð UMFÍ stendur fyrir ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði á Efri-Brú í Grímsnes- og Grafningshreppisem dagana 21. - 23. mars . Kolbrún Lára, formaður Ungmennaráðs UMFÍ, segir þingmenn og sveitarstjórnarfólk hafa mjög gott af því að koma á ráðstefnu sem ungt fólk skipuleggur.

14. mars 2018
Kósý ársþing í hávaðaroki og rafmagnsleysi
Ungmennafélagsandinn var í fyrirrúmi á 85. ársþingi Ungmennasambands Úlfljóts (USÚ) sem fram fór í Hofgarði í Öræfasveit á mánudag. Rafmagnið fór af, fulltrúar UMFÍ og ÍSÍ komust ekki austur vegna hávaðaroks og kom til tals að fá björgunarsveitina til að koma með kvöldmatinn.

12. mars 2018
Guðmundur er þriðji heiðursformaður HSK
Guðmundur Kr. Jónsson á Selfoss var kosinn heiðursformaður Héraðssambandsins Skarphéðins (HSK) á héraðsþingi HSK á laugardag. Á þinginu fengu þeir Árni Þorgilsson og Jón M. Ívarsson gullmerki UMFÍ. Starfsmerki hlutu Árni Þór Hilmarsson, Þorbjörg Vilhjálmsdóttir og Jóhanna Hjartardóttir.

12. mars 2018
Björn, Sigurlína og Skúli sæmd starfsmerki UMFÍ
Björn Hansen, Sigurlína Hrönn Einarsdóttir og Skúli V. Jónsson voru öll sæmd starfsmerki UMFÍ á fjölsóttu héraðsþingi Ungmennasambands Skagafjarðar (UMSS), sem fram fór á Sauðárkróki á laugardag. Á þinginu tók Ingibjörg Klara Helgadóttir við sem formaður UMSS af Arnúnu Höllu Arnórsdóttur.

10. mars 2018
Innsigla samning um Landsmótið á Sauðárkróki
Ásta Björg Pálmadóttir, sveitarstjóri í Skagafirði, Haukur Valtýsson, formaður Ungmennafélags Íslands (UMFÍ), og Arnrún Halla Arnórsdóttir, formaður Ungmennasambands Skagafjarðar (UMSS) skrifuðu síðdegis á fimmtudag undir samning um Landsmótið, sem haldið verður á Sauðárkróki í sumar.