Öllum flokkum

22. janúar 2018
Sema Erla: Fólk vill vita hvernig á að bregðast við ofbeldi
Það fyrsta sem Sema Erla Serdar gerði, þegar hún hóf störf hjá Æskulýðsvettvanginum, var að fara á námskeiðið Verndum þau. Námskeiðin eru fyrir þjálfara, sjálfboðaliða og starfsfólk íþrótta- og æskulýðsfélaga.

18. janúar 2018
Skúrkar reyna að svíkja milljónir af íþrótta- og ungmennafélögum
„Þetta er mikið högg fyrir litlar deildir og kemur þeim illa. Þessir skúrkar eru svakalega bíræfnir og undirbúa sig alveg ótrúlega vel áður en þeir svindla á íþróttafélögum,“ segir Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdastjóri Aftureldingar í Mosfellsbæ.

17. janúar 2018
Umræðupartý UMFÍ
Þá er komið að þriðja Umræðupartýi UMFÍ. Viðburðurinn fer fram föstudaginn 2. febrúar í Egilshöllinni í Grafarvogi kl. 16.30 - 18.30. Lestu nánar um fjörið með því að smella á fréttina.

16. janúar 2018
UMFÍ kannar umfang ofbeldis innan ungmennafélagshreyfingarinnar
Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) sendi í dag stjórnendum sambandsaðila UMFÍ og aðildarfélögum þeirra ítarlegan spurningalista með það fyrir augum að kortleggja og greina umfang þeirra ofbeldisverka og áreitni sem lýst er undir myllumerkinu #metoo.

14. janúar 2018
Ályktun sambandsráðsfundar UMFÍ: Stjórnendur UMFÍ leggja sitt af mörkum gegn ofbeldi
Stjórnendur innan Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) samþykktu á sambandsráðsfundi sínum í gær ályktun um að bregðast við og leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn hvers kyns ofbeldi innan ungmennafélagshreyfingarinnar. Ályktunin kemur í kjölfar #metoo frásagna íþróttakvenna í vikunni.

12. janúar 2018
Yfirlýsing frá UMFÍ: Hátterni í algjörri andstöðu við gildi ungmennafélagshreyfingarinnar
Margar íþróttakonur hafa nú stigið fram og greint frá hræðilegum brotum gegn sér innan ungmenna- og íþróttahreyfingarinnar undir myllumerkinu #metoo. Þetta eru hræðilegar sögur, frásagnir af hátterni sem á ekki að líðast og eru í algjörri andstöðu við gildi ungmennafélagshreyfingarinnar.

12. janúar 2018
Hvað get ég gert?
Ofbeldi, áreitni og önnur ósæmileg hegðun á ekki að lýðast innan ungmenna- og íþróttahreyfingarinnar. Margar leiðir eru til fyrir þá sem vilja leita sér hjálpar ef þeir hafa orðið fyrir ofbeldi eða vita um ofbeldisverk.

11. janúar 2018
Baldur Þorleifsson hjá Snæfelli: Ég er nú að gefa til baka
„Þetta er mjög skemmtilegt. Ég var mjög lengi keppnismaður og er nú að gefa til baka,“ segir Baldur Þorleifsson, aðstoðarþjálfari kvennaliðs Snæfells í körfuknattleik. Baldur keppti lengi með meistaraflokki Snæfells í körfubolta og Víkingi Ólafsvík í knattspyrnu.

10. janúar 2018
Stjarnan fær sakavottorð allra þjálfara
Framkvæmdastjóri Stjörnunnar í Garðabæ vinnur að því að fá sakavottorð allra þjálfara félagsins. Það er hægt að gera beint í gegnum þjónustumiðstöð UMFÍ. Sú leið sparar Stjörnunni í kringum eina milljón króna.