Fara á efnissvæði

Öllum flokkum

Fréttir

Öllum flokkum

08. janúar 2018

Viltu verða framkvæmdastjóri UÍA?

Stjórn Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands (UÍA) auglýsir eftir framkvæmdastjóra. Ester S. Sigurðardóttir, sem er framkvæmdastjóri UÍA í dag, óskaði í lok nýliðins árs að láta af störfum. Hún hverfur til annarra starfa með vorinu.

05. janúar 2018

Sigurður er nýr framkvæmdastjóri UMSB

Sigurður Guðmundsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Ungmennasambands Borgarfjarðar (UMSB). Hann tekur til starfa 1. febrúar. Sigurður tekur við starfinu af Pálma Blængssyni, sem hefur verið framkvæmdastjóri frá miðju ári 2013.

04. janúar 2018

Fjölnir heldur námskeið fyrir markmenn í handbolta

Vanja Radic, markmannsþjálfari frá Bosníu, verður með námskeið fyrir markmenn í handbolta um næstu helgi (dagana 6.-7. janúar). Námskeiðið er opið öllum markmönnum sem fæddir eru á árunum 1995-2006. Ungmennafélagið Fjölnir stendur fyrir námskeiðinu og greiddi fyrir komu Radic hingað til lands.

04. janúar 2018

Lína Dóra er nýr starfsmaður á Laugum í Sælingsdal

Lína Dóra Hannesdóttir hefur verið ráðin tómstundaleiðbeinandi í Ungmenna- og tómstundabúðum UMFÍ að Laugum í Sælingsdal. Hún var sjálf í búðunum í 9. bekk og á þaðan góðar minningar.

03. janúar 2018

Hlynur segir börn ófeimnari ef þau æfa íþróttir á grunnskólaaldri

Hlynur C. Guðmundsson, frjálsíþróttaþjálfari Aftureldingar í Mosfellsbæ, hefur í mörg ár kennt börnum íþróttir og tómstundir í 1.–4. bekk í grunnskólum Mosfellsbæjar. Hann segir það skila sér í ófeimnari og opnari ungmennum.

29. desember 2017

Ísak Óli íþróttamaður UMSS

Ísak Óli Traustason frá Tindastóli er Íþróttamaður Skagafjarðar UMSS 2017, lið ársins er meistaraflokkur kvenna hjá Golfklúbbi Sauðárkróks og Israel Martin er þjálfari ársins.

26. desember 2017

Pistill formanns UMFÍ

Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ, ritar leiðara í nýjasta tölublaði Skinfaxa, tímariti UMFÍ. Þar fjallar hann um Landsmót UMFÍ og styrkingu íþróttahéraða. Haukur segir stjórn UMFÍ fylgja mörgum jákvæðum málum eftir sem muni bæta starfsemi ungmennafélagshreyfingarinnar á árinu.

22. desember 2017

Gleðilega hátíð

UMFÍ þakkar gott og gæfuríkt samstarf á árinu.

21. desember 2017

Nýjasta tölublað Skinfaxa komið út

Skinfaxi, tímarit UMFÍ, kom úr prentun í vikunni og er verið að dreifa blaðinu til sambandsaðila og áskrifenda. Þetta er fjórða og síðasta tölublað ársins. Forsíðu blaðsins prýða tveir ungir keppendur í glímu á Unglingalandsmóti UMFÍ á Egilsstöðum um síðustu verslunarmannahelgi