Fara á efnissvæði

Öllum flokkum

Fréttir

Öllum flokkum

22. júlí 2022

Eldgos og flugeldasýning þema kökuskreytinga í ár

Kökuskreytingar eru ein af vinsælustu greinunum á Unglingalandsmóti UMFÍ. Keppnisfyrirkomulagið er með þeim hætti að þátttakendur fá tilbúna hringlaga botna á staðnum og þar verður einnig ýmiskonar hráefni til staðar.  Þátttakendum er heimilt að koma með sitt eigið skraut og nammi.

21. júlí 2022

Allt um Unglingalandsmótið í glæsilegu sérblaði

Glæsilegt sérblað um Unglingalandsmót UMFÍ fylgir Fréttablaðinu í dag. Þar umfjöllun um mótið, Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ, skrifar um það og viðtöl við fjölda fólks, bæði þátttakendur sem hafa komið á mótin, mæður sem hlakkar til að fara á mótið á Selfossi og skipuleggjendur.

21. júlí 2022

Glæsilegasta tónleikadagskráin er á Unglingalandsmótinu

„Það er bókað að þetta er vandaðasta og flottasta dagskrá sem ég hef séð á Unglingalandsmóti UMFÍ. Enda þarf hún að vera flott eftir tveggja ára hlé,“ segir Einar Björnsson hjá Viðburðastofu Suðurlands en hann sér um skipulagningu og dagskrá tónleikana sem í boði eru öll kvöldin á mótinu.

20. júlí 2022

Unglingalandsmót UMFÍ: Hver er uppáhalds greinin þín?

Biathlon eða hlaupaskotfimi er ein af rúmlega 20 greinunum sem verður keppt í á Unglingalandsmóti UMFÍ um verslunarmannahelgina á Selfossi. Þátttakendur á aldrinum 15-18 ára geta keppt í hlaupaskotfiminni þar sem skotið verður af rafbyssum og sprett úr spori.

19. júlí 2022

Keppt í rafíþróttum á Unglingalandsmóti UMFÍ

„Það verður íþrótta­andi á Sel­fossi og við trú­um því að það verði til mörg vina­bönd­in eft­ir þessa helgi,“ sagði Aron Ólafs­son, framkvæmdastjóri Rafíþróttasamtaka Íslands. Keppt verður í rafíþróttum á Unglingalandsmóti UMFÍ á Selfossi um verslunarmannahelgina. Aron segir þetta fagnaðarefni.

19. júlí 2022

Leikum okkur á gönguferðum um landið

Göngum um Ísland er stórskemmtilegt átaksverkefni UMFÍ og visir.is í samstarfi við Optical Studio. Átakið hófst 15. júlí síðastliðinn og verður það í gangi fram að verslunarmannahelgi. Um er að ræða leik að allir sem vilja og hafa tök á geta tekið þátt í.

12. júlí 2022

Birnir, Bríet, Stuðlabandið og Jón Jónsson á Unglingalandsmóti

Það er heilmikil upplifun fyrir alla fjölskylduna að taka þátt í Unglingalandsmóti UMFÍ. Þar keppa 11-18 ára í íþróttum á daginn og svo getur öll fjölskyldan farið á tónleika á tjaldsvæðinu á kvöldin – öll kvöldin sem Unglingalandsmótið stendur yfir. Á mótinu nú spila Bríet, Frikki Dór og fleiri.

06. júlí 2022

Nú geturðu skráð ykkur á Unglingalandsmót UMFÍ 2022!

Skráning er hafin á Unglingalandsmót UMFÍ sem verður samkvæmt venju um verslunarmannahelgina. Mótið verður að þessu sinni spottakorn frá höfuðborginni, á Selfossi um verslunarmannahelgina. Mótshaldari er Héraðsambandið Skarphéðinn (HSK) og Sveitarfélagið Árborg.

01. júlí 2022

Opnað fyrir skráningu á Unglingalandsmót 5. júlí

Nú er heldur betur farið að styttast í Unglingalandsmót UMFÍ á Selfossi um verslunarmannahelgina. Mótið hefur ekki verið haldið síðastliðin tvö ár og því mikið gleðiefni að það geti loksins farið að rúlla af stað. Opnað verður fyrir skráningu á Unglingalandsmót þriðjudaginn 5. júlí næstkomandi.