Fara á efnissvæði

Öllum flokkum

Fréttir

Öllum flokkum

13. september 2024

Kveikjum á friðarkerti

UMFÍ hvetur stjórnendur, starfsfólk og iðkendur hjá íþrótta- og ungmennafélögum til að kveikja á friðarkerti í dag og minnast Bryndísar Klöru Birgisdóttur, sem lést af völdum hnífaárásar á Menningarnótt. Útför hennar er í dag.

12. september 2024

Erla bætist í hópinn

Erla Gunnlaugsdóttir hefur verið ráðin í starfshóp svæðisstöðva íþróttahéraðanna á Austurlandi. Hún er spennt yfir því að vera hluti af flottu teymi.

09. september 2024

Ráðstefna fyrir ungt fólk

Ungmennaráð UMFÍ stendur fyrir ungmennaráðstefnunni Ungt fólk og lýðheilsu helgina 20. - 22. september í Skólabúðum UMFÍ að Reykjum í Hrútafirði. Allt ungt fólk á tilsettum aldri er velkomið!

09. september 2024

Frábært tól fyrir minni félög

Vett er fjórþætt þjónusta sem gerir félögum kleift að senda beint út frá viðburðum, setja upp vefverslun, miðla fréttum og afla styrkja.

02. september 2024

ÍBR fagnaði 80 ára afmæli með glæsilegum hætti

„Íþróttafélögin vinna að því af miklum krafti að efla og auka þátttöku ungmenna í starfi íþróttafélaganna,“ segir Ingvar Sverrisson, formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR), í ávarpi sem hann hélt í tilefni af 80 ára afmæli bandalagsins.

31. ágúst 2024

Starfsdagur svæðisfulltrúa íþróttahéraða

„Þetta er æðislegur hópur, sem vill ganga í takt í splunkunýju verkefni,“ segir Hanna Carla Jóhannsdóttir, verkefnastjóri svæðisstöðva íþróttahéraðanna. Hún fundaði á miðvikudag með starfsfólki allra svæðisstöðvanna.

27. ágúst 2024

Umf Reykdæla: Fjölbreytt framboð íþróttastarfs

Starfið hjá minni ungmenna- og íþróttafélögum byggir á einstaklingsframtaki, vilja, drifkrafti og góðum þjálfurum, segir Helgi Eyleifur Þorvaldsson, formaður íþróttanefndar Ungmennafélags Reykdæla (UMFR).

26. ágúst 2024

Ásmundur Einar: Svæðisstöðvar og mælistikur

Í fyrra voru samþykktar nokkuð samhljóða tillögur á þingum ÍSÍ og UMFÍ að stofnun svæðastöðva með stuðningi stjórnvalda um allt land auk breytinga á fyrirkomulagi lottógreiðslna. Hér er rætt um málið við Ásmund Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra.

26. ágúst 2024

Við upphaf vetrarstarfs

Þegar vetrarstarf er að fara í gang hjá mörgum félögum minnum við á ábyrgðina sem við öll berum til að gera gott starf enn betra. Hér eru gagnlegir hlekkir með fræðslu og gátlistum er varða m.a. nýráðningu starfsfólks og sjálfboðaliða ásamt fleiru.