Öllum flokkum
24. ágúst 2024
500 sjálfboðaliðar í maraþoni
„Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er orðið einskonar árshátíð hlaupara,“ segir Hrefna Hlín Sveinbjörnsdóttir, viðburðarstjóri Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR). Fjórtán þúsund taka þátt í hlaupinu í dag.
23. ágúst 2024
Fólk komið til starfa
Starfsfólk svæðisstöðva íþróttahéraðanna kom til starfa í ágúst. Búið er að ráða fjórtán starfsmenn á átta starfsstöðvar um allt land og er unnið að ráðningu tveggja til viðbótar.
20. ágúst 2024
Kátínan í fyrsta sæti í Drulluhlaupi Krónunnar
Rúmlega 1.000 manns tók þátt í Drulluhlaupi Krónunnar sem fram fór í Mosfellsbæ á laugardag. Þetta var frábær viðburður enda góð stemming, gleðin í aðalhlutverki og frábært hlaupaveður og komu öll í mark með bros á vör.
19. ágúst 2024
Forseti Íslands áfram verndari UMFÍ
Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, hefur tekið að sér að vera verndari Ungmennafélags Íslands. Hreyfingin þakkar innilega þann góða heiður sem forseti sýnir samtökunum.
07. ágúst 2024
Edvard steig stór skref á Unglingalandsmóti
Edvard Þór Ingvarsson fór langt út fyrir þægindarammann á Unglingalandsmóti UMFÍ. Hann er með þroskahömlun, einhverfu og Tourette og keppti í körfubolta og pílukasti, bogfimi, badminton og langstökki og allskonar opnum viðburðum.
07. ágúst 2024
Dalamenn og Breiðfirðingar hlutu Fyrirmyndarbikar
Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út þegar tilkynnt var við slit Unglingalandsmóts UMFÍ að þátttakendur frá Ungmennasambandi Dalamanna og Norður - Breiðfirðinga (UDN) hafi hlotið Fyrirmyndarbikar UMFÍ.
07. ágúst 2024
Folf mót Ungmennaráðs
Ungmennaráð UMFÍ stendur fyrir skemmti Folf móti fimmtudaginn 8. ágúst kl. 18:00 á Hvanneyri. Öll ungmenni á aldrinum 15 ára og eldri eru velkomin.
04. ágúst 2024
Er í alvörunni hægt að keppa í kökuskreytingum?
„Er hægt að keppa í kökuskreytingum? Í alvöru talað? Ég væri til í að sjá þetta!“ hrópaði útvarpsmaðurinn Ingi Þór Ingibergsson, þegar hann missti sig í viðtali við Eddu Jóhannesdóttur, 13 ára úr Seljahverfinu á Næturvaktinni á Rás 2 í gærkvöldi.
03. ágúst 2024
Hefur stýrt mótum UMFÍ í 20 ár
Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmdastjóri móta UMFÍ, hefur stýrt mótum UMFÍ í 20 ár. Formaður UMFÍ veitti honum þakklætisvott á Unglingalandsmóti UMFÍ í Borgarnesi. Hann sagði mótið framúrskarandi og samvinnuna góða.