Öllum flokkum

17. september 2021
Hvaða félag hlýtur Hvatningarverðlaun UMFÍ?
Íþrótta- og ungmennafélög standa sig alltaf vel og endalaust hægt að hrósa og hampa starfi þeirra og sjálfboðaliðanna allra sem gera gott starf enn betra. En hvaða verkefnum skal hampa? Hvatningarverðlaun UMFÍ verða afhent á 52. sambandsþingi UMFÍ sem haldið verður á Húsavík 15. - 17. október.

14. september 2021
Hvernig eiga félagasamtök að bregðast við krísu?
Hvernig eiga frjáls félagasamtök að bregðast við þegar krísa kemur upp? Hvert er hlutverk stjórna og starfsmanna þeirra? Jeannie Fox, kennari við Hamlin-háskóli í Minnesota í Bandaríkjunum fjallar um krísustjórnun fyrir félagasamtök og hlutverk stjórna og starfsmanna í hádegisfyrirlestri.

14. september 2021
Allt að 1.500 mega vera á sama viðburðinum
Fjöldatakmarkanir fara úr 200 manns í 500 og á hraðprófsviðburðum verður unnt að hafa allt að 1.500 manns, samkvæmt nýjum sóttvarnarreglum sem taka gildi á morgun, miðvikudaginn 15. september 2021.

09. september 2021
Ráðherra segir félög verða að senda ofbeldismál í faglegt ferli
Mennta- og menningarmálaráðherra áréttar úrræði stjórnvalda um samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs. Markmið laga um samskiptaráðgjafann er að íþrótta- og æskulýðsstarf fari fram í öruggu umhverfi og að börn, unglingar og fullorðnir geti án vandkvæða stundað íþróttir eða æskulýðsstarf.

07. september 2021
Sigríður er nýr framkvæmdastjóri UMSB
„Mér finnst alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt enda öllum hollt að fara svolítið út fyrir þægindarammann. Þegar stjórn UMSB hafði samband og spurði hvort ég vildi taka við af Sigga þá fannst mér það spennandi,“ segir Sigríður Dóra Sigurgeirsdóttir, sem tekið hefur við sem framkvæmdastjóri UMSB.

07. september 2021
Haukur gefur ekki kost á sér áfram sem formaður UMFÍ
Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ, ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs í stjórn UMFÍ. Jóhann Steinar Ingimundarson, varaformaður UMFÍ, hefur þegar gefið kost á sér í formannssætið í stað Hauks.

03. september 2021
Ný tækifæri í fjáröflun félaga
Einstaklingar geta fengið stuðning sinn við íþróttafélagið dreginn frá skatti. Það er mikil breyting í styrksöfnun félaga. UMFÍ hvetur stjórnendur í íþróttahreyfingunni titl að kynna sér skattaafsláttinn sem innifalinn er í frumvarpi til laga um breytingar á gjöld almannaheillafélaga.

03. september 2021
Sportabler tekur við sem starfsskýrslukerfi ÍSÍ og UMFÍ
„Við erum spennt fyrir samstarfinu sem við höfum trú á að færi íþróttahreyfingunni upplýsingar sem hægt verður að nýta til þess að efla starfið enn meira,“ segir Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ. Hann skrifaði ásamt fulltrúum ÍSÍ og UMFÍ undir samstarfssamning við fyrirtækið Abler.

02. september 2021
Siggi stýrir Ungmennabúðum UMFÍ á Laugarvatni
„Ég er mjög spenntur að koma á Laugarvatn og halda áfram að byggja upp starfið þar á þeim góða grunni sem starf Ungmennabúðanna er reist á,“ segir Sigurður Guðmundsson, sem ráðinn hefur verið forstöðumaður Ungmennabúða UMFÍ á Laugarvatni út yfirstandandi skólaár.