Öllum flokkum

01. september 2021
Guðný Lilja nýr framkvæmdastjóri Hrafna-Flóka
„Mér lýst alveg ótrúlega vel á þetta starf,“ segir Guðný Lilja Pálsdóttir, nýráðinn framkvæmdastjóri Héraðssambandsins Hrafna-Flóka og kom til starfa hún um miðjan ágúst. Hún tekur við því af Páli Vilhjálmssyni, sem hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra síðastliðin sex ár.

31. ágúst 2021
Víkingamótaröðinni lýkur í Heiðmörk
Víkingar mótaröðinni lýkur í Heiðmerkurlandinu laugardaginn 4. september 2021 þar sem hlaupaviðburðurinn NOW Eldslóðin er haldin. UMFÍ er í samstarfi við skipuleggjendur viðburðarins og veitir þeim viðurkenningar sem taka þátt í öllum viðburðunum sem mynda mótaröðina.

31. ágúst 2021
Sérstakir frístundastyrkir framlengdir til áramóta
Ákveðið hefur verið að framlengja sérstaka frístundastyrki fyrir börn af tekjulægri heimilum út árið 2021 og er stefnt að því að veita sams konar styrki eftir áramótin. Hægt er að sækja um styrkina með sambærilegum hætti og hefðbundinn frístundastyrk sveitarfélaga á Sportabler.

30. ágúst 2021
Ungmennaráðstefnu frestað
Ákveðið hefur verið að fresta ungmennaráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði fram yfir áramótin 2022 vegna heimsfaraldurs COVID-19.

30. ágúst 2021
Ertu með hugmynd sem Fræðslu- og verkefnasjóður getur hjálpað þér með?
Nú er búið að opna fyrir umsóknir í Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ. Umsóknarfrestur er til 1. október nk. Fræðslu- og verkefnasjóður UMFÍ hefur þann tilgang að styrkja félags- og íþróttastarf ungmennafélagshreyfingarinnar.

28. ágúst 2021
Gegn öllu ofbeldi
Af gefnu tilefni vill UMFÍ benda á leiðir sem unnt er að nýta þegar upp koma vísbendingar um ofbeldisverk af hvaða tagi sem er.

28. ágúst 2021
Ekki grímuskylda á íþróttaviðburðum utandyra
Grímuskylda er ekki lengur á íþróttaviðburðum sem fara fram utandyra ef að hámarki 200 einstaklingar eru í sama rými. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýjustu tilslökunum heilbrigðisráðherra. Nýju reglurnar tóku gildi í morgun, laugardaginn 28. ágúst.

25. ágúst 2021
Nýskipað Æskulýðsráð fundar í fyrsta sinn
Fyrsti fundur nýskipaðs Æskulýðsráðs fór fram í þjónustumiðstöð UMFÍ í gær. Markmið Æskulýðsráðs er að framfylgja Æskulýðsstefnu og þeirri aðgerðaráætlun sem síðasta ráð vann að. Á þessum fyrsta fundi nýs Æskulýðsráð voru línur lagðar um næstu tvö ár.

20. ágúst 2021
Ómar Bragi er staðgengill framkvæmdastjóra
Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, er í stuttu leyfi. Ómar Bragi Stefánsson er staðgengill hennar á meðan því stendur. Ómar Bragi er jafnframt landsfulltrúi UMFÍ og framkvæmdastjóri móta UMFÍ.