Öllum flokkum

21. júlí 2021
UMFÍ leitar að nýjum forstöðumanni Ungmennabúða UMFÍ
UMFÍ leitar að drífandi leiðtoga og öflugum liðsmanni í starf forstöðumanns ungmennabúða UMFÍ á Laugarvatni. Á meðal helstu verkefna er stjórnun og ábyrgð á Ungmennabúðum UMFÍ í fallegu og líflegu umhverfi á Laugarvatni.

16. júlí 2021
Ingibjörg pílukaststjóri: Allir geta keppt í pílukasti
Pílukast er ein af vinsælustu nýju greinunum í íslenskum íþróttaheimi og fjölgar bæði iðkendum og áhorfendum í keppnum eins og gorkúlum á góðum degi. En hver er galdurinn í keppni í pílukasti? Því svarar Ingibjörg Magnúsdóttir, sérgreinarstjóri í pílukasti á Unglingalandsmótinu á Selfossi.

14. júlí 2021
Dagný er nýr framkvæmdastjóri HSV
„Ég er mjög spennt fyrir þessu nýja starfi og hlakka mikið til,“ segir Dagný Finnbjörnsdóttir, sem ráðin hefur verið í starf framkvæmdastjóra Héraðssambands Vestfirðinga (HSV). Hún tekur við starfinu af Bjarka Stefánssyni.

13. júlí 2021
Stuðlabandið, Bríet, GDRN og fleiri stjörnur á Unglingalandsmótinu
Magnús Kjartan Eyjólfsson, aðalsöngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar Stuðlabandið, hefur í nægu að snúast um verslunarmannahelgina. Hljómsveitin spilar á Unglingalandsmótinu á Selfossi um verslunarmannahelgina. Til viðbótar mun Magnús stýra brekkusöngnum á Þjóðhátíðinni í Eyjum.

13. júlí 2021
Bubbi: Magnað að sjá Pelé lesa Skinfaxa!
„Þetta er algjörlega magnað! Þetta ætti að vera aðal fréttin, bara alltaf,“ segir Guðbjörn Arnarson. Hann rak upp stór augu þegar hann fann fjölda af myndum af knattspyrnugoðinu Pelé skoða Skinfaxa og ræða við unga aðdáendur á íþróttavelli á Egilsstöðum.

09. júlí 2021
Anna Margrét lætur af störfum í Ungmennabúðum UMFÍ
„Ungmennabúðir UMFÍ hafa verið líf mitt og yndi síðastliðin 16 ár. Ég elska þetta. Þetta hefur verið frábær tími og gefið mér mikið. En nú er komið að kaflaskilum og önnur verkefni framundan,‟ segir Anna Margrét Tómasdóttir sem lætur nú af störfum sem forstöðukona Ungmennabúða UMFÍ á Laugarvatni.

05. júlí 2021
Göngubók UMFÍ 2021 er komin út
Göngubók UMFÍ 2021– Göngum um Ísland – er komin út. Í bókinni er að finna 272 stuttar gönguleiðir sem henta flestum í fjölskyldunni, 20 gönguleiðir sem hægt er að skoða ítarlega í Wappinu og 32 léttar fjallgönguleiðir.

01. júlí 2021
Ómar Bragi: Unglingalandsmótið er einstök upplifun fyrir alla fjölskylduna
„Unglingalandsmót UMFÍ eru alveg einstök upplifun fyrir alla fjölskylduna. Þar er pláss fyrir alla. Á mótinu geta allir notið sín á sínum forsendum,“ segir Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi og framkvæmdastjóri móta UMFÍ. Opnað var fyrir skráningar á Unglingalandsmót UMFÍ í dag.

29. júní 2021
Þorvaldsdalsskokkið: Ræst í elsta óbyggðahlaupi Íslands
Áætlað er að um 250 manns taki þátt í Þorvaldsdalsskokkinu sem fram fer í Hörgárdal á laugardag. Þetta er eitt elsta skipulagða óbyggðahlaup á Íslandi. Hlaupið var fyrst haldið árið 1994 og hefur farið fram á hverju ári síðan.