Öllum flokkum

29. júní 2021
Guðrún hjá USVH: 90 ára afmælið tókst gríðarlega vel
„Stórafmælið okkar heppnaðist alveg glimrandi vel og miklu fleiri komu en við bjuggumst við eða eitthvað um 100 manns,“ segir Guðrún Helga Magnúsdóttir, formaður Ungmennasambands Vestur-Húnvetninga (USVH). Sambandið fagnaði 90 ára afmæli í 18 stiga hita á Hvammstanga í gær.

28. júní 2021
Smári í Koppafeiti: Stefnum á hörkuæfingar fyrir Unglinglandsmótið
„Við erum mjög spenntir fyrir Unglingalandsmótinu á Selfossi. Þetta er ótrúlegt tækifæri sem við fáum að spila fyrir framan alla og hita upp fyrir stóru nöfnin sem koma fram,“ segir Arilíus Smári Orrason, bassaleikari og einn söngvara í hljómsveitinni Koppafeiti sem spilar á Unglingalandsmótinu.

25. júní 2021
Guðrún: Gleði á Selfossi með afléttingu takmarkana
„Þetta eru miklar gleðifréttir. Það breytir öllu að við þurfum ekki að hafa áhyggjur,“ segir Guðrún Tryggvadóttir, verkefnastjóri Unglingalandsmóts UMFÍ á Selfoss. Mótið verður haldið um verslunarmannahelgina á Selfossi og er gert ráð fyrir þúsundum mótaþyrstra gesta.

24. júní 2021
Golfklúbburinn Jökull er Vinnuþjarkurinn 2020
Stjórn Golfklúbbsins Jökuls á Snæfellsnesi hlaut á mánudag viðurkenninguna Vinnuþjarkur HSH vegna ársins 2020. Vinnuþjarkurinn 2020 er viðurkenning á óeigingjörnu starfi sjálfboðaliða innan raða aðildarfélaga HSK þar sem framtakssemi, nýsköpun, ást og umhyggja er höfð að leiðarljósi.

18. júní 2021
Jóhann Björn nýr formaður Héraðssambands Strandamanna
Jóhann Björn Arngrímsson var kjörinn formaður Héraðssambands Strandamanna (HSS) á ársþingi sambandsins í síðustu viku. Hann tekur við af Hrafnhildi Skúladóttur. Fámennt en góðmennt var á fundinum.

16. júní 2021
Hreinn Óskarsson: Unglingalandsmót UMFÍ verður kolefnisjafnað
Unglingalandsmót UMFÍ á Selfossi um verslunarmannahelgina verður kolefnisjafnað. Gróðursettar verða tvær trjáplöntur fyrir hvern þátttakenda á Unglingalandsmótinu. Hreinn Óskarsson hjá Skógræktinni og sérgreinarstjóri með götuhjólreiðum á mótinu fékk hugmyndina á Höfn í Horn

15. júní 2021
Fleiri mega koma saman á viðburðum
Frá og með 15. júní fara fjöldatakmörk úr 150 manns í 300 og nándarregla verður 1 metri í stað tveggja. Ekki verður nándarregla á sitjandi viðburðum, samkvæmt afléttingu á samkomutakmörkunum.

11. júní 2021
Sjálfboðaliðar
Mikið er framundan hjá UMFÍ í sumar í samvinnu við sambandsaðila, aðildarfélög og marga fleiri. Þar á meðal eru Unglingalandsmót UMFÍ á Selfossi um verslunarmannahelgina og Landsmót UMFÍ 50+ í Borgarnesi. Gríðarlegur fjöldi sjálfboðaliða kemur að viðburðunum.

07. júní 2021
Geir Kristinn endurkjörinn formaður ÍBA
„Við ákváðum að hafa þingið á ZOOM þótt ákall hafi verið um að hafa það ekki með þeim hætti. Við verðum með öflugra þing næst vor,“ segir Helgi Rúnar Bragason, framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Akureyrar (ÍBA).