Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

07. janúar 2026

Fjallað um gjafir og framlög í nýjasta tölublaði Skinfaxa

Nýjasta tölublað Skinfaxa er komið út. Blaðið er stútfullt af gagnlegu efni fyrir alla lesendur. Í blaðinu er meðal annars fjallað um gjafir og styrki til íþrótta- og ungmennafélaga, umfjöllun um prikhesta, pælingu til að rjúfa félagslega einangrun og margt fleira.

07. janúar 2026

Þéttari samvinna í íþróttastarfi á Vestfjörðum

„Við erum orðin mun sterkari heild og vinnum nú markvisst saman sem heild,“ segir Birna Hannesdóttir, svæðisfulltrúi íþróttahéraðanna á Vestfjörðum. Íþróttahéruð á Vestfjörðum hafa eflt samvinnu sína með reglulegum fundum og nýjum verkefnum í samstarfi við svæðisfulltrúa íþróttahéraðanna þar.

07. janúar 2026

50 milljónum króna úthlutað úr Fræðslu- og verkefnasjóði UMFÍ

Rétt tæpum 50 milljónum króna var úthlutað úr Fræðslu- og verkefnasjóði UMFÍ fyrir jól. Þar af voru umsóknir um 122 verkefni styrkt um tæpar 16 milljónir króna.

05. janúar 2026

Landslið Dana í sýningarfimleikum væntanlegt til Íslands

Í upphafi árs færum við ykkur þær frábæru fréttir að sýningarhópurinn Verdensholdet á vegum DGI er væntanlegur til Íslands. Þetta er hópur á heimsmælikvarða sem ferðast um allan heiminn og hreyfir við honum.

01. janúar 2026

Rósa sæmd fálkaorðu fyrir sjálfboðastarf

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi Rósu Marinósdóttur hinni íslensku fálkaorðu á Bessastöðum í dag fyrir sjálfboðastörf í þágu íþróttaiðkunar ungs fólks um allt land og framlag til samfélagsmála í heimabyggð.

31. desember 2025

Hugvekja formanns UMFÍ

Árið sem er að líða hefur verið annasamt og afar lærdómsríkt, það einkennist af miklu samstarfi og gleði og skapaði fjölmörg tækifæri til samvinnu. Árið markar tímamót í sögu UMFÍ, skrifar Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ, við lok árs.

19. desember 2025

Sara Jóhanna er nýr formaður Ungmennaráðs UMFÍ

Sara Jóhanna Geirsdóttir er nýr formaður Ungmennaráðs UMFÍ. Hún tekur við af Höllu Margréti Jónsdóttur sem hefur tekið sæti í stjórn UMFÍ. Sara var varaformaður ungmennaráðsins. Ernir Daði Arnbergz Sigurðsson tekur við af henni sem varaformaður ráðsins.

17. desember 2025

Engilbert: Sóknarfæri sem kalla á breytta hugsun

Engilbert Olgeirsson er án efa einn af reynslumestu starfsmönnum íþróttahreyfingarinnar og hefur verið framkvæmdastjóri HSK í 34 ár. Hér ræðir hann um lífið í hreyfingunni, áhugann á félagsmálum og margt fleira.

15. desember 2025

Rósa er sjálfboðaliða ársins á Norðurlandi eystra

Rósa Jónsdóttir, formaður Golfklúbbs Fjallabyggðar, er sjálfboðaliði ársins 2025 á Norðurlandi eystra. Hún er ein fjölmargra sem var tilnefnd til þess í tilefni af Alþóðlegum degi sjálfboðaliðans 5. desember síðastliðinn.