Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

19. september 2019

Netnámskeið Æskulýðsvettvangsins er nýjung í barnaverndarmálum á Íslandi

Æskulýðsvettvangurinn ásamt hópi fagaðila í barnaverndarmálum hefur búið til netnámskeið fyrir fólk sem starfar með börnum og ungmennum í íþrótta- og æskulýðssstarfi. Námskeiðið er ókeypis og opið fyrir alla sem vinna að barnaverndarmálum með einum eða öðrum hætti.

09. september 2019

Styrkir til ungmenna

UMFÍ veitir ungu fólki sem hyggur á nám við lýðháskóla í Danmörku styrk fyrir námsárið 2019 - 2020.

03. september 2019

Fyrsti hópur nemenda kominn í Ungmennabúðirnar

„Við erum öll ótrúlega ánægð. Nemendurnir eru jákvæðir og kátir og þeim líður afskaplega vel,“ segir Júlía Guðmundsdóttir kennari við Vættaskóla í Grafarvogi. Nemendur í 9. bekk skólans voru þeir fyrstu sem komu í endurbættar Ungmenna- og tómstundabúðir UMFÍ að Laugarvatni í vikunni.

02. september 2019

Vilt þú hafa áhrif á annað ungt fólk?

Ungmennaráð UMFÍ auglýsir eftir ungu fólki á aldrinum 16 - 25 ára til starfa í ráðið.

26. ágúst 2019

Breytt fyrirkomulag í keppni

Dagana 3. - 4. október fer fram vinnustofa í tengslum við verkefnið Sýndu karakter. Yfirskrift vinnustofunnar er Keppni með tilgang. Laugardaginn 5. október fer síðan fjórða Sýnum karakter ráðstefnan fram.

19. ágúst 2019

Samstarf við Opna Háskólann í Reykjavík

Almannaheill, samtök þriðja geirans, hafa gert áframhaldandi samkomulag við Opna háskólann í Reykjavík vegna námslínunnar Stjórnendur í þriðja geiranum.

15. ágúst 2019

Tækifæri fyrir ungmenni

Hefur þú áhuga á umhverfismálum og sjálfbærni þróun? Langar þig að skella þér til Finnlands? Ertu á aldrinum 16 – 30 ára? Hefurðu áhuga á að kynnast nýju fólki?

13. ágúst 2019

Kom astmaveikum vin til bjargar

Á ný liðnu Unglingalandmóti UMFÍ kom Vaka Sif Tjörvadóttir, 11 ára stúlka frá Höfn í Hornafirði, astmaveikum vini sínum, Gabríeli Kristni Kristjánssyni, til bjargar í hjólreiðakeppni mótsins. Gabríel fékk astmakast í miðri keppni og var hjálparlaus í vegkantinum þegar Vöku bar að.

12. ágúst 2019

Laugar á Laugarvatni

Ungmenna- og tómstundabúðir UMFÍ eru fluttar á Laugarvatn.