Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

20. mars 2020

Anna Dís mælir með netnámskeiði í samkomubanni

„Það er upplagt að nýta samkomubannið og taka gagnlegt netnámskeið Æskulýðsvettvangsins,“ segir Anna Dís Jónsdóttir, formaður fimleikadeildar Hattar á Egilsstöðum.

20. mars 2020

Allt íþróttastarf fellur niður

Heilbrigðisráðuneytið, í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneytið, hefur sent frá sér leiðbeinandi viðmið um hvernig beri að túlka auglýsingar um takmörkun á samkomum vegna farsóttar og takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar þegar kemur að íþrótta- og æskulýðsstarfi allra aldurshópa.

18. mars 2020

Góðar æfingar í samkomubanni

Þótt samkomubann hamli æfingum þá er mikilvægt að hugsa í lausnum. Sambandsaðilar UMFÍ eru á meðal þeirra sem horfa alltaf á björtu hliðarnar og láta ekki samkomubann standa í vegi fyrir sér. Þar á meðal eru knattspyrnudeild Breiðabliks og Ungmennasamband Borgarfjarðar (UMSB).

17. mars 2020

Lengri frestur til að skila starfsskýrslum

Í ljósi þeirra aðstæðna sem upp eru komnar í samfélaginu og þá ekki síst samkomubannsins sem hamlar því að aðalfundir og ársþing geti farið fram þá hafa ÍSÍ og UMFÍ í sameiningu ákveðið að framlengja frest til að skila inn starfsskýrslum í Felix til 1. júní 2020.

16. mars 2020

Ekki tím­inn til að taka neina áhættu

„Þetta er ekki tíminn til að taka neina áhættu. Við leggjum áherslu á að allir iðkendur í íþróttastarfi njóti vafans Það á ekki að gefa neinn afslátt af þeim tilmælum sem yfirvöld hafa sett fram til að sporna við útbreiðslu þessarar veiru,‟ segir Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ.

16. mars 2020

Ný dagsetning fyrir ungmennaráðstefnu

Vegna þeirrar stöðu sem er í samfélaginu okkar í dag hefur ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði fengið nýja dagsetningu.

15. mars 2020

Íris Grönfeldt sæmd Gullmerki UMFÍ

Íris Grönfeldt var sæmd Gullmerki UMFÍ á ársþingi UMSB í síðustu viku. Íris er vel að Gullmerkinu komin eftir ómetanlegt starf sem sjálfboðaliði fyrir frjálsar íþróttir í áranna rás. Þeir Brynjólfur Guðmundsson og Ingvi Árnason voru jafnframt sæmdir starfsmerki UMFÍ fyrir gott starf.

15. mars 2020

Samkomubann mótar íþróttastarfið

Heppilegt er talið að gera ekki ráð fyrir því að íþróttastarf leik- og grunnskólabarna fari af stað fyrr en viku eftir að samkomubann verður sett á í kvöld. Æfingar eldri iðkenda og fullorðinna lúti ströngum skilyrðum. UMFÍ mælist til þess að allir fari að tilmælum yfirvalda gegn COVID-19 veirunni.

14. mars 2020

Mikil samstaða innan íþróttahreyfingarinnar

„Fólk er einfaldlega að vinna í því að láta púsluspilið ganga upp. Sú vinna heldur áfram um helgina,‟ segir Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ. Hún og Líney Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, hafa fundað stíft í vikunni með sambandsaðilum og Almannavörnum vegna samkomubannsins.