Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

09. ágúst 2019

Söfnuðu í minningarsjóð á Unglingalandsmóti

Hópur ungra Þórsara sem tóku þátt á Unglingalandsmóti UMFÍ og kepptu undir nafninu Þorparar gáfu 160 þúsund krónur í Minningarsjóð um Baldvin Rúnarsson.

09. ágúst 2019

Nú er hægt að hlusta!

Í þessum fyrsta hlaðvarpsþætti verkefnisins Sýnum karakter er spjallað við Hildi Karen Aðalsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Íþróttabandalags Akraness.

06. ágúst 2019

Formaður USÚ gekk í öll störf sem þurfti

Jóhanna Íris Ingólfsdóttir, formaður Ungmennasambandsins Úlfljóts, sem hélt Unglingalandsmót UMFÍ um verslunarmannahelgina, tók að sér margvísleg hlutverk um helgina. Hún vann í sjoppu á mótinu, skráði niður úrslit og margt fleira.

05. ágúst 2019

HSÞ hlaut Fyrirmyndarbikar UMFÍ

Héraðssamband Þingeyinga (HSÞ) hlaut Fyrirmyndarbikar UMFÍ í gærkvöldi. Hefð er fyrir því við slit Unglingalandsmóts UMFÍ að veita bikarinn þeim sambandsaðila UMFÍ sem þykir hafa verið til fyrirmyndar.

04. ágúst 2019

Ásmundur Einar liðsstjóri í körfubolta á Unglingalandsmóti UMFÍ

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, tekur virkan þátt í Unglingalandsmóti UMFÍ. Tvær dætur hans taka þátt í fjölda greina. Eins og margir gengur hann í tilfallandi störf og er meðal annars liðsstjóri Borgfirðinga í körfubolta.

04. ágúst 2019

GDRN fannst gaman að sprikla allan daginn á Unglingalandsmóti

„Þegar ég fór á Unglingalandsmót UMFÍ þá fannst mér ég alltaf orðin stór,“ segir Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem tónlistarkonan GDRN. Hún lokar Unglingalandsmóti UMFÍ með tónleikum á síðustu kvöldvöku mótsins.

03. ágúst 2019

Unglingalandsmót UMFÍ er stærsta forvarnarverkefni landsins

„Það særir mig að sjá fyrirmyndir barna okkar sýna af sér neikvæða hegðun. Við eigum að gera þá kröfum að fyrirmyndir barna okkar sýni af sér æskilega hegðun,“ segir Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ í ávarpi sínu við setningu Unglingalandsmóts UMFÍ.

03. ágúst 2019

Líklega best að vera forseti á Íslandi

„Ég held að það sé hvergi betra að vera þjóðhöfðingi en á Íslandi,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Hann flutti í gærkvöldi ávarp við setningu Unglingalandsmóts UMFÍ sem fram fer á Höfn í Hornafirði um verslunarmannahelgina.

03. ágúst 2019

Strandblak svo vinsælt að gera þurfti nýjan völl

99 líð taka þátt í 200 leikjum í strandblaki á Unglingalandsmóti UMFÍ. Á sama móti í Þorlákshöfn í fyrra voru liðin 52. Aukningin er því tæp 100%. Framkvæmdastjóri Blaksambands Íslands segir þetta frábært. Strandblak vellir hafi verið settir upp víða um land og sé það að skila sér í meiri þátttöku.