Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

24. febrúar 2020

Stefanía og Sigurþór sæmd starfsmerki UMFÍ

Stefanía S. Kristjánsdóttir og Sigurþór Sævarsson voru sæmd starfsmerki UMFÍ á aðalfundi Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags, sem fram fór í síðustu viku.

21. febrúar 2020

Jón Júlíus er nýr framkvæmdastjóri UMFG

Jón Júlíus Karlsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Ungmennafélags Grindavíkur. Hann hefur síðastliðin þrjú ár verið framkvæmdastjóri Aftureldingar í Mosfellsbæ. Bjarni Már Svavarsson, formaður Ungmennafélags Grindavíkur, er hæstánægður með ráðninguna.

19. febrúar 2020

Margir áhugasamir á vinnustofu um Heimsmarkmiðin

„Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna tæki fyrir okkur öll til að ræða á sama tungumáli,“ segir Ásta Bjarnadóttir, verkefnastjóri stjórnvalda um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Hún var á meðal þeirra sem stýrðu vinnustofu fyrir frjáls félagasamtök sem fram fór í þjónustumiðstöð UMFÍ í dag.

17. febrúar 2020

Hægt að sækja um í Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ

Búið er að opna fyrir umsóknir í Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ. Hægt er að senda inn umsóknir í sjóðinn til 1. apríl næstkomandi. Tilgangur sjóðsins er að styrkja félags- og íþróttastarf ungmennafélagshreyfingarinnar og auka menntun og þekkingu félaga innan hreyfingarinnar.

13. febrúar 2020

Opið fyrir skráningu á ráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði 2020

Skráning er hafin á ungmennaráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði. Ráðstefnan fer fram dagana 1.- 3. apríl næstkomandi í Héraðsskólanum á Laugarvatni. Yfirskrift ráðstefnunnar er Lýðræðisleg áhrif: Hvar, hvenær og hvernig hefur ungt fólk áhrif? Skráning er til 20. mars.

11. febrúar 2020

Hugsaðu í heimsmarkmiðum

UMFÍ vekur athygli á vinnustofu um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Markmið með vinnustofunni er að þátttakendur geti kortlagt verkefni sín, tengt þau við markmiðin og innleitt þau í starfsemi sinna félagasamtaka.

10. febrúar 2020

Hvetur fólk til að taka þátt í Unglingalandsmóti UMFÍ

Undirbúningur fyrir Unglingalandsmót UMFÍ um verslunarmannahelgina 2020 er í fullum gangi á Selfossi. Þórir Haraldsson, formaður framkvæmdanefndar mótsins, hvetur Selfyssinga og sunnlendinga til að leggja sitt af mörkum sem sjálfboðaliðar við undirbúning og framkvæmd Unglingalandsmóts UMFÍ.

04. febrúar 2020

Námskeið í barnavernd

Æskulýðsvettvangurinn hefur frá árinu 2010 staðið fyrir námskeiðinu Verndum þau fyrir þau félagasamtök sem saman mynda vettvanginn og aðra áhugasama. Námskeiðið er byggt á efni samnefndrar bókar og fjallar um hvernig bregðast á við grun um ofbeldi og vanrækslu gegn börnum og ungmennum

04. febrúar 2020

Skoði breytingu á skattalegu umhverfi íþrótta- og ungmennafélaga

Tækifæri eru til að útvíkka skattalega hvata gefenda til lögaðila sem starfa að almannaheillum í þriðja geiranum og fleiri skattalega þætti, samkvæmt tillögum starfshóps. Þetta á m.a. við um skattalegt umhverfi íþrótta- og ungmennafélaga.