Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

25. maí 2023

Ásmundur Einar skoðar nýja þjónustumiðstöð UMFÍ

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, kíkti í heimsókn í nýja þjónustumiðstöð UMFÍ í dag og ásamt fleirum úr ráðuneytinu. Ráðherra skoðaði íþróttamiðstöðina og ræddi við hluta af stjórn og starfsfólk um ýmislegt tengt íþrótta- og æskulýðsstarfi.

16. maí 2023

Hrafnkell endurkjörinn formaður ÍBH

Þing Íþróttabandalags Hafnarfjarðar (ÍBH) var haldið fimmtudaginn 11. maí síðastliðinni í safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju. Á þingið mættu 68 fulltrúar aðildarfélaga bandalagsins auk gesta. Þar á meðal var Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ, sem mætti á þingið í fyrsta sinn.

11. maí 2023

Svona verður Landsmót UMFÍ 50+ í Stykkishólmi

Nú er aldeilis farið að styttast í Landsmót UMFÍ 50+ sem fer fram í Stykkishólmi dagana 23. – 25. júní. Þótt mótið er hugsað fyrir þátttakendur sem verða 50 ára á árinu og alla eldri þá geta 18 ára og eldri líka tekið þátt í gleðinni.

10. maí 2023

Bandaríkjamenn forvitnir um tengsl íþrótta og forvarna

Fjölmennur hópur fólks frá Bandaríkjunum kom í heimsókn í Íþróttamiðstöðina í Laugardal til að fræðast um íslenska forvarnarmódelið og starf í þróttafélaga í forvarnarvinnunni.  Ragnhildur Skúladóttir frá ÍSÍ og Auður Inga Þorsteinsdóttir frá UMFÍ fræddu gestina um skipulag íþróttahreyfingarinnar.

08. maí 2023

Fjallað ítarlega um starf sjálfboðaliða í nýjasta tölublaði Skinfaxa

Nýjasta tölublað Skinfaxa, tímarits UMFÍ, var að koma úr prentsmiðjunni og er á leiðinni til áskrifenda. Blaðið er stútfullt af brakandi fersku efni úr ungmennafélagshreyfingunni. Í þessu nýja blaði er kastljósinu beint að sjálfboðaliðum í íþrótta- og ungmennafélagshreyfingunni.

05. maí 2023

Jóhann Steinar: Íþróttahreyfingin þarf að breytast í takt við tíðaranda

„Okkur er kennt í sögubókum að þau sem standa eftir með lokuð augu sjá ekki sólina rísa og verða að steinum eins og tröllin í þjóðsögunum. Við megum ekki verða steinrunnin. Þvert á móti þurfum við að breytast í takt við tíðarandann,“ sagði Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ.

03. maí 2023

Íþróttir eiga að vera fyrir alla

„Það er allt á fullu í því að brjóta niður múra og hefur aldrei verið betra tækifæri til að hjóla í þetta af fullum krafti,“ segir Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ. Hún var með erindi á málþinginu Eru íþróttir fyrir alla? sem ÖBÍ réttindasamtök stóðu fyrir í síðustu viku.

26. apríl 2023

Stjórn HSK heimsækir íþróttamiðstöðina í Laugardal

Stjórn Héraðssambandsins Skarphéðins (HSK) heimsótti Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) í íþróttamiðstöðina í Laugardal í gær.

25. apríl 2023

Eru íþróttir fyrir alla?

ÖBÍ réttindasamtök standa fyrir málþinginu Eru íþróttir fyrir alla? Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, mun flytja erindið Með ungmennafélagsandann að leiðarljósi, og Valdimar Gunnarsson, verkefnastjóri Allir með, flytur erindi sem heitir Farsælt samfélag fyrir öll – brúum bilið.