Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

25. apríl 2023

Starfsmerkið kom Marion mjög á óvart

„Ég var ekkert smá ánægð, þetta kom mér svo á óvart,“ segir Marion Gisela Worthmann, fyrrverandi formaður Héraðssambandsins Hrafna-Flóka (HHF). Hún heiðruð með starfsmerki UMFÍ á ársþingi sambandsins sem fram fór á Tálknafirði í síðustu viku. Þar tók Birna Hannesdóttir við sem formaður af Marion.

25. apríl 2023

Aðeins 4% barna með fötlun stunda íþróttir

Þrjú þúsund börn undir 17 ára aldri eru með fatlanir á Íslandi. En aðeins rúmlega 150 þeirra, um 4% hópsins, stundar íþróttir hjá félagi. Valdimar Smári Gunnarsson, verkefnastjóri hjá Íþróttasambandi fatlaðra stóð í gær fyrir vinnufundi með forsvarsfólki Kópavogsbæjar og íþróttafélaga og fleirum.

21. apríl 2023

Norðmenn fræðast um íþróttafélög og frístundastyrki

Tæpur 30 manna hópur Norðmanna sem öll vinna við íþróttir í ólíkum sveitarfélögum Rogaland fylkis heimsótti Ísland í vikunni til að fræðast um íþróttastarfið á Íslandi, um frístundastyrki, skipulag og fjármögnun íþróttafélaga , tengsl skóla og frístundastarfs og margt fleira.

17. apríl 2023

Ungmennaráð UMFÍ fundaði með Lilju

Fulltrúar Ungmennaráðs UMFÍ funduðu með Lilju Rannveigu Sigurgeirsdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins, í húsakynnum Alþingis í síðustu viku. Fundarefnið var fyrirspurn Lilju til Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra, um störf ungmennaráða.

14. apríl 2023

Sæunn, Erla og Ragnar sæmd starfsmerki UMFÍ

„Þetta var alveg geggjað, ég var svo stolt og ánægð, klökk,“ segir Erla Þórey Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Ungmennasambands Vestur-Skaftafellssýslu (USVS), sem er sambandsaðili UMFÍ. Þórey, ásamt þeim Sæunni Káradóttur og Ragnari Þorsteinssyni voru sæmd starfsmerki UMFÍ á ársþingi USVS.

12. apríl 2023

Funduðu um uppfærslu íþróttalaga

Þessa dagana er verið að leggja grunninn að tímabærri uppfærslu á íþróttalögum. Þau lög sem nú eru í gildi eru byggð á grunni fyrstu íþróttalaganna frá árinu 1940 og breytingu á þeim frá árinu 1965. Sérfræðingar mennta- og barnamálaráðuneytis funduðu um íþróttalögin í dag með fulltrúum UMFÍ.

12. apríl 2023

Búið að opna fyrir skil á starfsskýrslum í Sportabler

Opnað var í dag fyrir starfsskýrsluskil sambandsaðila ÍSÍ og UMFÍ og félög innan þeirra vébanda í  Sportabler. Opið verður fyrir skýrsluskil til til 31. maí næstkomandi. Prófanir hafa staðið yfir á kerfinu síðustu vikur á skilakerfinu og er nú allt tilbúið fyrir starfsskýrsluskil.

31. mars 2023

Atvik í Reykjaskóla

Í síðustu viku kom upp atvik í kennslustund í Skólabúðunum í Reykjaskóla þar sem nemendur í 7. bekk dvöldu. UMFÍ vinnur málið eftir samræmdum verkferlum samskiptaráðgjafa í íþrótta- og æskulýðsstarfi.

31. mars 2023

Fjöldi viðurkenninga á ársþingi UMSK

„Það á vel við að kalla hann gjaldkera Íslands,“ sagði Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ, þegar hann afhenti Guðmundi G. Sigurbergssyni Gullmerki UMSK í gær. UMFÍ veitti þeim Geirarði Long, Bjarna Torfa Álfþórssyni, Höllu Garðarsdóttur og Sesselju Hannele Jarvela starfsmerki á sama tíma.