Allar fréttir
![](/media/tyelwwbm/1e1a3845.jpg?width=530&height=350&v=1da31b828732830 1x)
18. desember 2023
Átta nýjar starfsstöðvar til eflingar íþróttastarfs
Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ og Jóhann Steinar Ingimundarson formaður UMFÍ undirrituðu í dag samning um átta nýjar starfsstöðvar til eflingar íþróttastarfs á landsvísu.
![](/media/e12lgeiv/bls-8_9_danmoerk_3-1.jpg?width=530&height=350&v=1da291163858ad0 1x)
07. desember 2023
Ungmenni í leiðtogavinnu
Meðlimir í ungmennaráði UMFÍ sátu tvær norrænar ráðstefnur í byrjun sumars í Danmörku og á Grænlandi. Nú eru tvö laus sæti í ungmennaráðinu og geta áhugasöm sótt um.
![](/media/2qrlk1xg/5o6a2128.jpg?width=530&height=350&v=1da277f786d9bb0 1x)
05. desember 2023
Til hamingju með daginn sjálfboðaliðar!
Dagur sjálfboðaliðans er í dag. Í tilefni af því munu ÍSÍ og UMFÍ bjóða sjálfboðaliðum íþróttahreyfingarinnar að koma í Íþróttamiðstöðina í Laugardal og halda upp á daginn. Fyrst verða fyrirlestrar klukkan 15:00 og síðan boðið í vöfflur í þjónustumiðstöð UMFÍ.
![](/media/l5gn5dvb/1e1a2962.jpg?width=530&height=350&v=1da269ace6a1a10 1x)
04. desember 2023
Guðni forseti: Betra að segja nei
Nemendur úr Hrafnagilsskóla í Eyjafirði og Borgarholtsskóla hlutu verðlaun fyrir verkefni sín, sem unnin voru í tengslum við Forvarnardaginn 2023. Verðlaun voru veitt í tveimur flokkum.
![](/media/tckfkuo3/brandr_mynd_hjol.jpg?width=530&height=350&v=1da238b672e6110 1x)
30. nóvember 2023
Til hamingju Sigríður og Ómar
Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir og Ómar Franklínsson voru dregin út í happdrætti sem efnt var til í framhaldi af könnun í haust á viðhorfi fólks til UMFÍ. Vörumerkjastofan Brandr gerði könnunina.
![](/media/ev4f2poy/image_6483441-petra.jpg?width=530&height=350&v=1da1fe596b69190 1x)
25. nóvember 2023
Þróttarar spenntir fyrir Landsmóti UMFÍ 50+
„Við erum búin að stefna rosalega lengi að því að halda þetta mót og ætlum að gera það vel,“ segir Petra Ruth Rúnarsdóttir, formaður Þróttar í Vogum sem heldur Landsmót UMFÍ 50+ þar dagana 7. - 9. júní 2024.
![](/media/djpmvmba/1000016717_1.jpg?width=530&height=350&v=1da1eccc2202860 1x)
24. nóvember 2023
Nýta jólagjöf UMFÍ og auka samstarfið
„Við erum að nýta jólagjöf UMFÍ frá í fyrra, ávísun á gott samstarf,“ segir Guðmunda Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Akraness (ÍA), en hún fundaði í dag í þjónustumiðstöð UMFÍ með fulltrúum þriggja annarra sambandsaðila UMFÍ á Vesturlandi.
![](/media/jcfbh2sd/_mg_2481.jpg?width=530&height=350&v=1da1d67b90e9ab0 1x)
22. nóvember 2023
Nemendur FS fræðast um ÍSÍ og UMFÍ
Nemendur á íþróttafræði- og lýðheilsubraut við Fjölbrautaskóla Suðurnesja (FS) kíktu í heimsókn í Íþróttamiðstöðina í Laugardal með Andrési Þórarnir Eyjólfssyni, kennara sínum. Þar fengu nemendurnir fræðslu um ýmislegt í starfi ÍSÍ og UMFÍ.
![](/media/1fhjied4/forseti.jpg?width=530&height=350&v=1da1c8fb57cb180 1x)
21. nóvember 2023
Næstum 700 manns á ráðstefnu um afreksmál
„Við getum ekki öll orðið afreksfólk í íþróttum. En við hin sem njótum þess að hreyfa okkur eftir bestu getu njótum þess að horfa á þá sem skara fram úr,“ sagði forseti Íslands í opnunarávarpi á ráðstefnunni Vinnum gullið. Rúmlega 400 manns var í salnum og tæplega helmingi færri fylgdust með í streymi.