Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

26. mars 2019

Aldís Arna dansar með fólki og styður við Sýnum karakter

„Ég varð strax hugfangin af verkefninu „Sýnum karakter“ því það snýr að miklu leyti að sjálfstykingu, félagsfærni og leiðtogahæfni barna og unglinga“ segir Aldís Arna Tryggvadóttir, Hún er að byrja með námskeið í Dance Aerobics í Borgarnesi til styrktar innleiðingu á Sýnum karakter í starfi UMSB.

25. mars 2019

Minnum á umsóknir í Fræðslu- og verkefnasjóð fyrir 1. apríl

Nú er búið að opna fyrir umsóknir í Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ. Umsóknarfrestur er til 1. apríl næstkomandi. UMFÍ hvetur sérstaklega til þess að sótt verði um styrki vegna verkefna í samræmi við stefnu UMFÍ en þar er áherslan á ungt fólk, jaðarhópa og eldri aldurshópa.

21. mars 2019

Gunnar Þór og Sara sæmd starfsmerki UMFÍ

Gunnar Þór Gestsson og Sara Gísladóttir voru sæmd starfsmerki UMFÍ á ársþingi Ungmennasambands Skagafjarðar (UMSS) sem haldið var á þriðjudag. Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ, afhenti starfsmerkin.

15. mars 2019

Guðríður sæmd gullmerki UMFÍ

Guðríður Aadnegard, formaður Héraðssambandsins Skarphéðins (HSK), var sæmd gullmerki UMFÍ á þingi sambandsins í gær. Á sama tíma voru heiðruð með starfsmerki þau Jóhanna Hlöðversdóttir, Sigríður Anna Gujónsdóttir og Guðmann Óskar Magnússon.

15. mars 2019

Davíð hlaut starfsmerki UMFÍ

Davíð Sveinsson var heiðraður með starfsmerki UMFÍ á héraðsþingi Héraðssambands Snæfellsness og Hnappadalssýslu sem fram fór á fimmtudag.

14. mars 2019

Velferðarráðherra styrkir UMFÍ til að halda áfram með verkefnið Vertu með!

UMFÍ hlaut á dögunum 1,2 milljóna króna styrk velferðarráðherra í tengslum við verkefnið Vertu með! Verkefnið er liður í því að auka þátttöku barna og ungmenna af erlendum uppruna í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi. Styrkfénu verður varið í næstu skref verkefnisins.

11. mars 2019

Jöfn kynjahlutföll í stjórn Keflavíkur

Jónína Steinunn Helgadóttir og Sveinbjörg Sigurðardóttir eru nýjar í stjórn Keflavík, íþrótta- og ungmennafélagi. Með innkomu þeirra eru kynjahlutföll stjórnarinnar jöfn í fyrsta sinn. Jónína segir spennandi að setjast í stjórn félagsins.

08. mars 2019

Fjöldi fólks fagnaði nýjum Ungmennabúðum á Laugarvatni

Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ, og Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar, skrifuðu í gær undir samning um íþróttamiðstöðina á Laugarvatni. Ungmenna- og tómstundabúðir UMFÍ flytja þangað í sumar. Ungmenna- og íþróttafélög geta nýtt aðstöðuna þegar starfsemi er ekki í húsinu.

08. mars 2019

Niðurtalningin er hafin

Niðurtalningin fyrir ungmennaráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði 2019 er hafin.