Allar fréttir
10. júlí 2019
Margir vilja vinna sem sjálfboðaliðar á Unglingalandsmóti UMFÍ
„Við erum komin með fjölda sjálfboðaliða. En margar hendur vinna létt verk og því er gott að hafa fleiri sjálfboðaliða til að vinna við Unglingalandsmót UMFÍ en færri,“ segir Kristín Ármannsdóttir. Hún heldur utan um skráningu og skipulag allra sjálfboðaliða á Unglingalandsmóti UMFÍ á Höfn.
10. júlí 2019
Ungmenna- og tómstundabúðir UMFÍ flytja sumarið 2019
Ungmenna- og tómstundabúðir UMFÍ flytja starfsemi sína frá Dalabyggð til Laugarvatns sumarið 2019. Búðirnar eru ætlaðar nemendum í 9. bekk grunnskólanna en þeir eiga möguleika á að dvelja þar frá mánudegi til föstudags við leik og störf.
09. júlí 2019
Nú er hægt að sækja um styrk í Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ
Búið er að opna fyrir umsóknir í Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ. Hægt er að senda inn umsóknir í sjóðinn til 1. október næstkomandi. Tilgangur sjóðsins er að styrkja félags- og íþróttastarf ungmennafélagshreyfingarinnar, m.a. með því að auka menntun og þekkingu innan hreyfingarinnar.
05. júlí 2019
UMFÍ styrkir ungt fólk um 2,2 milljónir króna
UMFÍ greiddi í vikunni styrki upp á 2,2 milljónir króna til 44 ungmenna sem sótt höfðu um styrki úr sjóði UMFÍ vegna dvalar í lýðháskóla í Danmörku. Markmiðið með styrkveitingunni er að gefa ungu fólki tækifæri til að víkka sjóndeildarhring sinn og styrkjast í gegnum óformlegt nám.
03. júlí 2019
Skráning hafin á Unglingalandsmót UMFÍ á Höfn í Hornafirði
Skráning er hafin á Unglingalandsmót UMFÍ. Þjóðin þekkir auðvitað Unglingalandsmót UMFÍ enda er þetta frábær vímulaus íþrótta- og fjölskylduhátíð sem haldin er á hverju ári um verslunarmannahelgina. Unglingalandsmótið er að þessu sinni fram á Höfn í Hornafirði dagana 1.-4. ágúst.
02. júlí 2019
Úrslit á Landsmóti UMFÍ 50+
Úrslit hafa verið birt í langflestum greinum sem keppt var í á Landsmóti UMFÍ 50+ í Neskaupstað um helgina. Öll úrslit má sjá á vef UMFÍ.
30. júní 2019
Hafði ekki tíma til fá gullverðlaunin
Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ, afhenti í gær Markúsi Ívarssyni gullverðlaun fyrir fyrsta sætið í sínum flokki í hástökki á Landsmóti UMFÍ 50+. Verðlaunin átti að afhenda Markúsi síðdegis á föstudag. Hann hafði engan tíma til að taka við þeim þar sem lið hans í ringó var í þann mund að hefja leik.
30. júní 2019
Grátt í fjöllum í Norðfirði
„Grái fjallahringurinn myndar afskaplega fallega umgjörð. Þetta er góður dagur svo lengi sem hann blæs ekki,“ segir íþróttakennarinn Flemming Jessen þar sem hann stendur á Grænanesvelli, golfvellinum í Neskaupstað á meðal fjölda þátttakenda í pútti á Landsmóti UMFÍ 50+ í Neskaupstað.
30. júní 2019
Landsmóti UMFÍ 50+ lokið í Neskaupstað
Landsmóti UMFÍ 50+ lauk í Neskaupstað um tvöleytið í dag með klassísku stígvélakasti. Gunnar Gunnarsson, formaður UÍA, segir marga þátttakendur á mótinu hafa kynnst nýjum íþróttagreinum á mótinu sem það langi til að æfa. Það skili sér í virkni og aukinni hreyfingu fólks.