Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

08. mars 2019

Guðmundur sæmdur gullmerki og Bragi nýr formaður

Guðmundur Þorsteinsson á Skálpastöðum í Lundareykjadal í Borgarfirði var sæmdur gullmerki UMFÍ á 97. sambandsþingi UMSB sem haldið var á miðvikudag. Á sama tíma varð breyting á stjórn sambandsins og tók Bragi Þór Svavarsson við sem sambandsstjóri UMSB.

04. mars 2019

Ungmenna- og tómstundabúðir UMFÍ opna á Laugarvatni í haust

Fulltrúar sveitarstjórnar Bláskógabyggðar og UMFÍ skrifa undir samning um íþróttamiðstöðina á Laugarvatni á fimmtudag. Nú er síðasti vetur ungmenna- og tómstundabúða UMFÍ á Laugum. Starfsemi búðanna flyst yfir á Laugarvatn í sumar og opna þær í flottu húsnæði á nýjum stað í haust.

01. mars 2019

Gunni Helga sæmdur starfsmerki UMFÍ

Gunnar Júlíus Helgason var sæmdur starfsmerki UMFÍ á aðalfundi Ungmennafélags Þróttar á miðvikudag. Guðmundur Sigurbergsson, sem situr í stjórn UMFÍ, mætti á fundinn og sæmdi Gunnar starfsmerkinu. Árið 2007 gekk Gunnar með frænda sínum þvert yfir Ísland á 20 dögum í áheitagöngu til styrktar UMFÞ.

28. febrúar 2019

Petra er nýr formaður Ungmennafélagsins Þróttar

Petra Ruth Rúnarsdóttir var á aðalfundi Ungmennafélagsins Þróttar í gærkvöldi kjörin nýr formaður. Petra er 25 ára og hefur verið varamaður í stjórn félagsins síðastliðin tvö ár. Hún er þriðja konan til að verma formannsstól Ungmennafélagsins Þróttar síðastliðin 20 ár.

25. febrúar 2019

Passið ykkur á svikahröppunum!

UMFÍ varar sambandsaðila við tölvupóstum frá svikahröppum. Svikahrapparnir senda póst í nafni framkvæmdastjóra eða formanni félaga og biðja um að þúsundir evra séu millifærðir á erlenda bankareikninga. Best er að hringja strax í þann sem biður um millifærsluna og kanna hvort hann hafi skrifað póst.

22. febrúar 2019

Marteinn Sigurgeirsson: „Það bunaði upp úr þeim fróðleikur um mótin“

Kvikmyndagerðarmaðurinn Marteinn Sigurgeirsson hefur gert heimildamynd um sögu Landsmóta UMFÍ á HSK-svæðinu. Hann segir mikilvægt að fanga söguna í mynd svo hún gleymist ekki.

18. febrúar 2019

Algjör sprenging í Grindavík

„Það er allt ljómandi flott að frétta úr Grindavík. Ljósin loga frá morgni til kvölds alla daga í knattspyrnuhöllinni því að eldri borgarar nota höllina frá klukkan 6 á morgnana og svo er hún í notkun langt fram eftir kvöldi,“ segir Hadda Guðfinnsdóttir, starfsmaður Ungmennafélags Grindavíkur.

12. febrúar 2019

Segir gleðina halda fólki lengur í íþróttum

Jeffrey Thomson hefur um árabil verið þekktur á sviði fimleika fyrir ráðgjafarstörf sín. Hann segir mikilvægt að kenna börnum og ungmennum að læra á líkama sinn. Ánægjan af því að hreyfa sig geti dregið úr brottfalli barna úr íþróttum.

10. febrúar 2019

Formaður UMFÍ hvatti til meiri samvinnu á ársþingi KSÍ

Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ, flutti ávarp fyrir hönd ungmennafélagshreyfingarinnar á ársþingi KSÍ laugardaginn 9. febrúar. Haukur lagði áherslu á kosti barna- og unglingastarfs og hvatti íþrótta- og ungmennafélög til þess að vinna saman.