Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

08. febrúar 2019

Hvað er að frétta af framtíðinni?

Miklar breytingar hafa orðið á íslensku samfélagi á þeim rúmlega 110 árum sem liðin eru frá því að Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) var stofnað. Samfélagið mun áfram taka breytingum. Í því eru fólgin tækifæri og áskoranir. Breytingarnar munu hafa áhrif á starfsemi og umhverfi ungmenna- og íþróttafélaga.

06. febrúar 2019

Skráning er hafin á Ungt fólk og lýðræði 2019

Ungmennaráð Ungmennafélags Íslands – UMFÍ stendur nú í tíunda sinn fyrir ungmennaráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði. Ráðstefnan verður dagana 10.–12. apríl 2019 á hótel B59 í Borgarnesi. Yfirskriftin er Betri ég! Hvernig get ég verið besta útgáfan af sjálfum mér?

05. febrúar 2019

Mikilvægt að hitta aðra framkvæmdastjóra og deila þekkingu

„Það er mjög gott að framkvæmdastjórar aðildarfélaga hittist og ræði málin. Þeir eru stundum einu föstu starfsmenn félaganna og þess vegna er mikilvægt að deila hugmyndum og ráðum milli starfandi framkvæmdastjóra,“ segir Lárus Páll Pálsson, framkvæmdastjóri ungmennafélagsins Sindra.

05. febrúar 2019

Soffía er nýr formaður Íþróttanefndar ríkisins

Það er nóg að gera hjá Soffíu Ámundadóttur þessa dagana en hún tók nýverið við sem formaður Íþróttanefndar ríksins af Stefáni Konráðssyni. „Þetta leggst mjög vel í mig og allir í nefndinni afar jákvæðir. Nú er ég að kynna mér málin, skoða frumvarp um íþróttastefnu ásamt mörgu fleiru,“ segir hún.

01. febrúar 2019

Gott að vita af viðbragðsáætlun Æskuýðsvettvangsins

„Það er gott að vita af fagráði og áætlun Æskulýðsvettvangsins. Ég er mjög ánægð með það því héraðssamböndin og aðildarfélög þeirra geta leitað til þess,“ segir Gunnhildur Hinriksdóttir, framkvæmdastjóri Héraðssambands Þingeyinga (HSÞ). Hún tók á fimmtudag þátt í vinnustofu um ofbeldi í íþróttum.

30. janúar 2019

Áskorun að vera ekki innan rammans

Hjörtur Andri Pétursson er níu ára og yngstur þriggja systkina. Hann hefur æft fimleika frá því að hann var í krílahópi, fimm ára. Hann á vinkvennahóp, æfir með þeim fimleika og vill keppa með stelpunum. Er það hægt og hvernig bregðast íþrótta- og ungmennafélögin við þeim óskum?

30. janúar 2019

Börn þurfa að fá að njóta vafans

Komi upp ásakanir um kynferðisbrot eða aðra birtingarmynd ofbeldis innan ungmenna- og íþróttafélaga þá er vafasamt að vinna málið innan félagsins. Vinnslan verður að fara úr félaginu, að sögn dr. Salvarar Nordal, umboðsmanns barna.

29. janúar 2019

Guðmundur Gíslason látinn

Guðmundur Gíslason, fyrrverandi starfsmaður UMFÍ, ritstjóri Skinfaxa og íþróttakennari, lést 22. janúar síðastliðinn. Hann var meðal annars ritstjóri Skinfaxa og innleiddi nýjustu tækni við vinnslu blaðsins.

28. janúar 2019

Félögin vilja koma til móts við öll börn

Ungmennafélagshreyfingin vinnur að því að allir geti verið með í íþróttum, óháð hvers konar hugsanlegum takmörkunum og þröskuldum, segir Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFí. Rætt er við hana og móður Ronju Sifjar, átta ára transstelpu sem æfir glímu og frjálsar í Flóahreppi í Mannlífi.