Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

12. desember 2017

Laufey segir mikinn kraft í HSH

„Það er kraftur í okkur og allt horfir til betri vegar hjá okkur. Við ætlum að rífa sambandið í gang fyrir allt íþróttafólkið okkar,“ segir Laufey Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Héraðssambands Snæfells- og Hnappadalssýslu (HSH). Fyrsta þing HSH í tvö ár var haldið í gærkvöldi.

12. desember 2017

Rán sæmd starfsmerki UMFÍ

Rán Kristinsdóttir hlaut á héraðsþingi Héraðssambands Snæfells- og Hnappadalssýslu í gærkvöldi starfsmerki UMFÍ fyrir mikið og óeigingjarnt starf fyrir íþróttahreyfinguna í Snæfellsbæ.

11. desember 2017

Nú er hægt að sækja um styrki vegna náms í dönskum lýðháskólum

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) vegna náms í lýðháskóla í Danmörku á vorönn 2018. Opið er fyrir umsóknir til 10. janúar næstkomandi.

08. desember 2017

Forseti Íslands gisti að Laugum í Sælingsdal

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Elisa Reid, eiginkona hans, gistu og snæddu ásamt fylgdarliði sínu að Laugum í Sælingsdal þegar þau voru í opinbera heimsókn um Dalabyggð í vikunni. Anna Margrét Tómasdóttir, forstöðukona Ungmenna- og tómstundabúða UMFÍ sýndi Laugar.

05. desember 2017

Dagur sjálfboðaliðans: Börnin sjá að maður hefur áhuga

„Það getur verið mjög mikið að gera hjá mér. En þetta er skemmtilegt. Þegar elsti sonur minn byrjaði að æfa körfubolta fylgdi ég með. Það skiptir máli að börnin sjái að maður hefur áhuga á starfinu og hvetur þau áfram,“ segir Dagný Finnbjörnssdóttir í Hnífsdal.

05. desember 2017

Dagur sjálfboðaliðans: „Gefur mér tækifæri til að gera það sem ég elska“

„Sjálfboðaliðastarfið gefur mér tækifæri til að gera það sem ég elska. Það er gefandi og ég mæli með því,“ segir íþróttakennarinn Guðjón Örn Jóhannsson á Sauðárkróki. Hann heldur utan um Vinaliðaverkefni á Íslandi og er í stjórn knattspyrnudeildar Tindastóls.

05. desember 2017

Dagur sjálfboðaliðans: Fær að sjá ánægjuna sem fylgir hreyfingu

„Það er gaman að vita að með sjálfboðaliðastarfi mínu hef ég auku ánægju fólks, bæði hjá mér og öðrum,“ segir Erla Gunnlaugsdóttir. Erla, sem er 22 ára, kemur af mikill ungmennafélags-fjölskyldu og hefur lengi verið sjálfboðaliði.

05. desember 2017

Dagur sjálfboðaliðans: Sjálfboðaliðinn bætir samfélagið

„Það er alltaf gaman að vera sjálfboðaliði því ég er að gera samfélaginu gagn,“ segir Guðmunda Ólafsdóttir. Hún hefur verið sjálfboðaliði frá unga aldri og er nú formaður frjálsíþróttaráðs HSK og formaður Umf. Þjótanda í Flóahreppi.

05. desember 2017

Dagur sjálfboðaliðans: Hefur tekið myndir af mótum UMFÍ

„Það er gaman að vera í kringum fólk sem er ánægt með það sem maður er að gera. Þannig líður mér best,“ segir Hafsteinn Snær Þorsteinsson. Hann er 19 ára og hefur verið ljósmyndari á Unglingalandsmótum og Landsmótum UMFÍ.