Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

01. desember 2017

UMFÍ varar sambandsaðila við netsvindli

UMFÍ varar ungmenna- og íþróttafélög við svikapóstum sem borist hafa gjaldkerum og fjármálastjórum síðustu daga. Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, segir þetta ömurlega aðför að öllum þeim sem vinna í ungmennafélagshreyfingunni.

28. nóvember 2017

Átak gegn kynbundnu ofbeldi

Nú stendur yfir 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi sem hófst þann 25. nóvember eða á Alþjóðlegum baráttudegi gegn ofbeldi gagnvart konum. Átakinu lýkur á Alþjóðlega mannréttindadeginum 10. desember næstkomandi.

27. nóvember 2017

Sex ungmenni fengu verðlaun á Bessastöðum

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhenti sex ungmennum verðlaun í gær í tengslum við ratleik sem efnst var til á Forvarnardeginum í október. Verðlaunaafhendingin fór fram á Bessastöðum.

22. nóvember 2017

UMSB leitar að nýjum framkvæmdastjóra

Ungmennasamband Borgarfjarðar (UMSB) leitar að kraftmiklum og metnaðarfullum framkvæmdastjóra í fullt starf. Nýr framkvæmdastjóri mun taka við af Pálma Blængssyni.

20. nóvember 2017

Ungmennasamband Kjalarnesþings fagnar 95 ára afmæli

Ungmennasamband Kjalarnesþings (UMSK) fagnaði 95 ára afmæli í gær. Blásið var til afmælisboðs í íþróttamiðstöðinni í Laugardal í morgun og boðið upp á marsipanköku í tilefni dagsins. Valdimar Leó Friðriksson, formaður UMSK, hélt stutta tölu í boðinu og rifjaði upp sögu UMSK.

17. nóvember 2017

UMFÍ sækir upplýsingar úr sakaskrá

Sambandsaðilar UMFÍ geta haft samband við þjónustumiðstöð UMFÍ og leitað eftir því að UMFÍ fái sakavottorð þeirra sem sækja um störf hjá félaginu. Félög nokkurra sambandsaðila hafa þegar nýtt sér þennan möguleika.

16. nóvember 2017

Boðað til sambandsráðsfundar UMFÍ 13. janúar 2018

Á 50. sambandsþingi UMFÍ 14. - 15. október s.l. var samþykkt tillaga með miklum meirihluta greiddra atkvæða þess efnis að stjórn UMFÍ skoði að halda aukaþing. Stjórn UMFÍ hefur samþykkt að í stað aukaþings verði boðað til sambandsráðsfundar sem haldinn verður 13. janúar 2018.

14. nóvember 2017

Ert þú tómstundaleiðbeinandinn sem við leitum að?

UMFÍ leitar að hressum og orkumiklum tómstundaleiðbeinanda sem hefur ódrepandi áhuga á að vinna með 14 - 15 ára ungmennum frá janúar til maí árið 2018 í Ungmenna- og tómstundabúðum UMFÍ að Laugum í Sælingsdal. Starfið felur í sér að leiðbeina á daginn og sjá um viðburði tvö kvöld í viku.

09. nóvember 2017

Vináttuverkefni Barnaheilla hlaut Hvatningarverðlaun Dags gegn einelti

Vináttuverkefni Barnaheilla hlaut hvatningarverðlaun Dags gegn eineltis 2017. Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, afhenti verðlaunin í gær. Kolbrún Baldursdóttir, formaður Barnaheilla, og Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, tóku við verðlaununum.