Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

15. október 2017

Tímamótasamningur við UMFÍ

Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, og Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ, skrifuðu undir samning um ríkisframlag til UMFÍ til næstu þriggja ára í dag. Þetta er tímamótasamningur enda í fyrsta sinn sem stjórnvöld semja við félagasamtök í meira en eitt ár í senn.

15. október 2017

Innganga íþróttabandalaga rædd á aukaþingi

Ákveðið var á 50. sambandsþingi UMFÍ sem lauk í dag að fela stjórn sambandsins að boða til aukaþings og taka þar fyrir eitt mál: Tillögu um inngöngu íþróttabandalaga að UMFÍ. Gangi það eftir fá flest íþróttabandalög landsins stöðu sambandsaðila UMFÍ.

14. október 2017

50. sambandsþing UMFÍ sett í dag

Fulltrúar 29 sambandsaðila UMFÍ og fleiri gestir hafa flykkst að Hótel Hallormsstað á Fljótsdalshéraði í morgun. Gert er ráð fyrir um 150 þinggestum, fulltrúum sambandsaðila, íþróttabandalaga, þingmenn og fleiri. Tilefnið er 50. sambandsþing UMFÍ sem verður sett á hótelinu klukkan 11:00.

14. október 2017

Samvinna UMFÍ og ÍSÍ skilar góðum árangri

„Samstarf UMFÍ við ÍSÍ hefur aukist mikið í tíð þeirrar stjórnar sem nú situr. Það er jákvætt. Enn fleiri verkefni eru í vinnslu,“ segir Haukur Valtýsson, formaður Ungmennafélags Íslands (UMFÍ).

11. október 2017

Ungmennahátíð í Danmörku

Ert þú á aldrinum 14 - 25 ára og hefur áhuga á að skella þér á ungmennahátíð í Danmörku?

11. október 2017

Sambandsþing UMFÍ haldið um helgina

50. sambandsþing UMFÍ verður haldið á Hótel Hallormsstað helgina 14. – 15. október. Sambandsþing sitja á annað hundrað fulltrúar allra sambandsaðila UMFÍ, 18 héraðssambanda og 11 félaga með beina aðild.

09. október 2017

Ný vefsíða UMFÍ komin í loftið

UMFÍ hefur tekið í notkun nýja vefsíðu www.umfi.is. Á síðunni er sem fyrr hægt að nálgast gagnlegar upplýsingar um starfsemi félagsins, viðburði hreyfingarinnar, myndir, tímaritið Skinfaxa og fleira efni. Þar eru sambandsaðilar UMFÍ með aðgang að verkfærakistu.

04. október 2017

Forsetinn heimsótti FG og Hólabrekkuskóla

„Ekki myndi ég vilja kyssa manneskju sem hefur haft munntóbak uppi í sér,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, þegar hann heimsótti nemendur við Fjölbrautaskólann í Garðabæ (FG) í dag. Undir það tóku nemendur. Forsetinn heimsótti FG og Hólabrekkuskóla í tilefni af Forvarnardeginum.

02. október 2017

Ertu búin/n að sækja um í Íþróttasjóð?

Ertu búin/n að sækja um styrk í Íþróttasjóð? Frestur til að gera það rennur út í dag klukkan 17:00. Styrkirnir eru ætlaðir íþrótta- og ungmennafélögum á landinu til að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana. Einnig til að stunda rannsóknir á ýmsum þáttum íþróttastarfsemi í landinu.