Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

02. október 2017

Forseti Íslands: Lifum lífinu lifandi

„Það er gott og gaman að lifa lífinu lifandi, án þess að ánetjast áfengi, rafrettum, neftóbaki og hvað þetta heitir nú allt saman,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, á kynningar- og blaðamannafundi í tilefni af Forvarnardeginum sem verður miðvikudaginn 4. október næstkomandi.

29. september 2017

Kynna þarf frístundakortið betur fyrir erlendum fjölskyldum

Alltof fá börn fólks af erlendum uppruna sem flytja hingað til lands stunda íþróttir. Fjolla Shala, leikmaður í meistaraflokki Breiðabliks í knattspyrnu, segir ástæðuna þá að foreldrar barna þekki ekki frístundakortið og haldi að það sé dýrt fyrir börn að stunda íþróttir.

27. september 2017

Mörg ungmenni vilja sæti í Ungmennaráði UMFÍ

Alls bárust tólf umsóknir víðsvegar af landinu um sæti í Ungmennaráði UMFÍ. Umsóknirnar eru nokkuð jafnar á milli kynja. Ungmennaráð UMFÍ á aldrinum 16-25 ára alls staðar að af landinu og er það skipað á sambandsþingum UMFÍ til tveggja ára í senn.

26. september 2017

Kynning á fimleikahátíð fyrir 50+ á Ítalíu

Miðvikudaginn 11. október næstkomandi verður kynningarfundur um fimleikahátíðina Golden Age. Fundurinn verður haldinn í húsnæði ÍSÍ Engjavegi 6 á 3. hæð klukkan 20:00.

22. september 2017

Landsmót UMFÍ með nýju sniði árið 2018

Landsmót UMFÍ á Sauðárkróki í júlí 2018 verður með nýju sniði og öðruvísi en fyrri Landsmót UMFÍ. Þetta sagði Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmdastjóri Landsmóta UMFÍ, í erindi sem hann hélt um mótið á örráðstefnunni Viðburðalandið Ísland.

19. september 2017

Mundu eftir Fræðslu- og verkefnasjóði UMFÍ?

Opið er fyrir umsóknir í Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ til 1. október næstkomandi. Fræðslu og verkefnasjóður UMFÍ hefur þann tilgang að styrkja félags- og íþróttastarf sambandsaðila m.a með því að auka menntun og þekkingu félaga innan hreyfingarinnar á íþróttagreinum, þjálfun,

19. september 2017

UMSE leitar að nýjum framkvæmdastjóra

Ungmennasamband Eyjafjarðar (UMSE) óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra í 50% starf. Þorsteinn Marinósson, sem verið hefur framkvæmdastjóri UMSE síðan árið 2006, var nýverið ráðinn framkvæmdastjóri Völsungs á Húsavík. Þorsteinn hefur jafnframt verið íþróttakennari við Naustaskóla frá árinu 2013.

18. september 2017

Ungmennafélagið Þróttur: Vaxtarverkir fylgja stækkun félags

Marteinn Ægisson er framkvæmdastjóri Ungmennafélagsins Þróttar. Félagið starfar í Vogum og var stofnað 23. október árið 1932. Það fagnar 85 ára afmæli í haust. Félagið hefur stækkað síðustu árin en stækkun fylgja vaxtarverkir sem stjórn félagsins hefur unnið á.

14. september 2017

Vilja fá fleiri til að halda reiðnámskeið fyrir fötluð börn

Stjórn Hestamannafélagsins Harðar leitar eftir samstarfi við hestamannafélög á höfuðborgarsvæðinu um að halda reiðnámskeið fyrir fötluð börn. Ástæðan er sú að námskeiðahald Harðar er fyrir löngu sprungið.