Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

10. nóvember 2022

Íþróttahreyfingin tekur þátt í Heilbrigðisþingi

Fulltrúar íþrótta- og ungmennafélagshreyfingarinnar sitja og taka fullan þátt í Heilbrigðisþing sem stendur yfir i dag. Lýðheilsa er í forgrunni á þinginu þar sem áhersla er á allt það sem hægt að gera til að efla, vernda og viðhalda góðri heilsu.

09. nóvember 2022

Hagsmunaaðilar vinni saman svo íþróttir verði fyrir alla

Dr. Ingi Þór Einarsson, lektor við HR, hefur gert rannsóknir á hreyfingu barna með fatlanir. Hann sér lítinn mun á því að þjálfa fatlaða og ófatlaða því oft er það ekki fötlunin sem hefur mest áhrif á íþróttina eða möguleika viðkomandi á að stunda hana.

05. nóvember 2022

Hvetur öll félög til að nýta sér samræmda viðbragðsáætlun

„Þessi sameiginlega áætlun gerir það að verkum að öll félög geta notið leiðsagnar og stuðnings í glímunni við þau mál sem koma upp,‟ segir Sigurbjörg Sigurpálsdóttir, samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs. Hún kynnti á föstudag samræmda viðbragðsáætlun fyrir íþrótta- og æskulýðsstarf.

03. nóvember 2022

Samræmd viðbragðsáætlun fyrir íþrótta- og æskulýðsstarf

Samskiptaráðgjafi segir viðbragðsáætlun stuðla að auknu öryggi í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Samræmd viðbragðsáætlun verður kynnt á morgun, föstudaginn 4. nóvember 2022.

01. nóvember 2022

Leitt að Ísland sé ekki í forystu

„Enginn ætlar sér að verða nikótínneytandi. En nikótínvörurnar eru gildra,“ segir Kristín Ninja Guðmundsdóttir, lögfræðingur hjá heilbrigðisráðuneytinu. Á málþingi um nikótín og heilsu kom fram að þingmenn mótmæltu banni við bragðbætingu rafretta og nikótínvara og því urðu ný lög veikari en ella.

28. október 2022

Töfrarnir gerast í skipulögðu starfi

„Þróttur Vogum er eitt af töfrabrögðunum í okkar samfélagi. Þau felast í því að börn sem stunda íþróttir, skipulagt starf, eru ekki bara hamingjusamari, heldur skora þau hærra á öllum þessum kvörðum í því að ná árangri í lífinu,“ segir Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ.

26. október 2022

Ráðherra býður til samráðs um frumvarp

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, vinnur að undirbúningi frumvarps til laga um skólaþjónustu. Markmið laganna er að tryggja jafnræði í þjónustu við börn og ungmenna í skólum landsins. Allir sem vilja geta tekið þátt í víðtæku samráði við gerð laganna.

20. október 2022

Heilbrigðisráðherra boðar til lýðheilsuþings

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur boðað til heilbrigðisþings 10. nóvember næstkomandi. Þingið verður helgað lýðheilsu. Þingið verður á Hilton Reykjavik Nordica og verður öllum opið. UMFÍ hvetur fulltrúa íþrótta- og ungmennafélagshreyfingarinnar til þátttöku.

15. október 2022

Formaður UMFÍ: „Þurfum að vera hugrökk“

„Við þurfum að vera hugrökk og hafa kjark til að takast á við breytta tíma. Við höfum þurft að endurhugsa sviðsmyndir, sem hafa margar reynst jákvæð skref. Við höfum tekið upp ný vinnubrögð, eigum að vera óhrædd við að hugsa hlutina upp á nýtt,“ segir Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ.