Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

15. október 2022

Ástin hlaut Hvatningarverðlaun UMFÍ

Þróttur Vogum hlaut í dag Hvatningarverðlaun UMFÍ fyrir átaksverkefnið Fögnum ástinni, en markmið þess er að fjölga íbúum í bæjarfélaginu og iðkendum félagsins. UMSK fékk Hvatningarverðlaun sömuleiðis fyrir verkefnið Virkni og vellíðan og USAH fyrir samstarf félaganna Hvatar og Fram.

11. október 2022

Jóhann Steinar: Of margir með úttroðnar varir og tóbaksnef

„Íþróttahreyfingin verður að taka að sér forystuhlutverk og vera til fyrirmyndar um heilbrigt líferni. Því miður eru enn of margir innan vébanda hennar sem sjást á vettvangi hreyfingarinnar með úttroðnar varir og tóbaksnef,‟ segir Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ.

05. október 2022

Forvarnardagurinn haldinn í dag

Forvarnadagurinn fór fram með pompi og pragt í dag. Dagurinn hófst með málþingi í Austurbæjarskóla í morgun. Þangað mætti Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Alma Möller landlæknir, Jóhann Steinar Ingimundarson og Auður Inga Þorsteinsdóttir frá UMFÍ ásamt Andra Stefánssyni og fleirum frá ÍSÍ.

04. október 2022

Fræðslu- og verkefnasjóður UMFÍ: Lumarðu á góðu verkefni?

Nú er búið að opna fyrir sambandsaðila og aðildarfélög sem vilja koma góðu verkefni á koppinn. Einhverju sem nýtist iðkendum á einn eða annan hátt. Nú er aldeilis tækifærið því búið er að opna fyrir umsóknir í Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ.

03. október 2022

Málþing um nikótín og heilsu

UMFÍ, Krabbameinsfélagið á höfuðborgarsvæðinu og Fræðsla og forvarnir standa fyrir málþingi 11. október um nikotín og heilsu.

30. september 2022

Síðasti vinnudagur Valda

Valdimar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ungmennasambands Kjalarnesþings (UMSK), kvaddi samstarfsfélaga sína til margra ára í morgunkaffi í Íþróttamiðstöðinni við Engjaveg í morgun. Þetta er síðasti vinnudagur Valdimars í starfi hjá UMSK og mun hann snúa sér að öðrum verkefnum.

30. september 2022

Opið er fyrir umsóknir í Íþróttasjóð

Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Íþróttasjóði. Umsóknafrestur til til mánudagsins 3. október. Lágmarksstyrkur til verkefna sem sótt er um er 250 þúsund krónur.

28. september 2022

Mörg hundruð skólabörn í Skólablaki

Skólablakið hófst með pompi og prakt í Íþróttamiðstöðinni í Varmárskóla í gær, þriðjudaginn 27. september. Skólablakið er viðburður fyrir grunnskólabörn í 4. – 6. bekk um allt land og var haldinn í fyrsta sinn á síðasta ári. Stefnt er að því að halda 16 viðburði í Skólablakinu fram til loka október.

19. september 2022

Þjónustumiðstöð UMFÍ flytur tímabundið í Hafnartorg

Þjónustumiðstöð UMFÍ hefur nú flutt úr Sigtúni 42 og er nú tímabundið með aðsetur í Hafnartorgi í Reykjavík. Þetta er sama hús og verslun H&M, Fréttablaðið og fleiri fyrirtæki eru í. Þetta er tímabundin ráðstöfun enda stefnt á að þjónustumiðstöðin flytji í Íþróttamiðstöðina í Laugardal.