Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

06. apríl 2022

Karl sæmdur gullmerki UMFÍ á þingi HSK

Karl Gunnlaugsson frá Ungmennafélagi Hrunamannavar sæmdur gullmerki UMFÍ á héraðsþingi HSK í síðustu viku. Hann stundar enn íþróttir af fullum krafti þrátt fyrir að vera kominn yfir nírætt. Starfsmerki fengu Gissur Jónsson og Hallfríður Ósk og Guðríður var endurkjörinn formaður.

04. apríl 2022

Sjóðir UMFÍ

Ertu með góða hugmynd en vantar fjármagn svo hún verði að veruleika? Nú er lag! - UMFÍ minnir á umsóknarfresti Fræðslu- og verkefnasjóðs og Umhverfissjóðs.

04. apríl 2022

Nýtt starfsskýrslukerfi ÍSÍ og UMFÍ

Í dag verður opnað fyrir nýtt starfsskýrslu kerfi ÍSÍ og UMFÍ í nýju kerfi. Með tilkomu nýja kerfisins er stigið stórt skref til framfara í að bæta og einfalda skil.

04. apríl 2022

UMFÍ og ÍSÍ taka í notkun nýtt skýrsluskilakerfi Abler

„ Í dag eru tímamót hjá íþróttahreyfingunni. Það er von okkar að með nýju skýrsluskilakerfi fáum við tækifæri til að fá enn skýrari mynd um stöðu skipulags íþróttastarfs á landsvísu“ segir Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ, í tilefni af því að nýtt kerfi Abler var tekið í notkun í dag.

31. mars 2022

Sigmar hjá USVS sæmdur Gullmerki UMFÍ

Sigmar Helgason, fyrrverandi formaður USVS, var sæmdur gullmerki UMFÍ á þingi USVS, sem fram fór á Hótel Laka á þriðjudag. Á þinginu var þeim Kristínu Lárusdóttur, Fanneyju Ólöfu Lárusdóttur og Evu Dögg Þorsteinsdóttur jafnframt veitt starfsmerki fyrir störf þeirra í þágu íþrótta- og æskulýðsstarfs.

31. mars 2022

Ásmundur Einar: Hagsæld samfélags fólgin í góðum aðstæðum barna og ungmenna

Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur gefið út sína fyrstu stefnu um tómstunda- og félagsstarf barna og ungmenna. Ásmundur Einar Daðason kynnti stefnuna við setningu á ráðstefnunni Íslenskar æskulýðsrannsóknir 2022 – Tækifæri og áskoranir í nýju landslagi í morgun.

29. mars 2022

Opnað verður fyrir starfsskýrsluskil í nýju kerfi 4. apríl

Starfsskýrsluskil sambandsaðila UMFÍ, ÍSÍ og aðildarfélaga þeirra fer fram í nýju skilakerfi að þessu sinni. Lokið er við prófanir á nýju kerfi og verður formlega opnað fyrir starfsskýrsluskil í því 4. apríl næstkomandi. Frestur til að skila skýrslum er til 1. maí.

25. mars 2022

UMFÍ í heimsókn hjá Viken í Noregi

Um 40 manna sendinefnd frá UMFÍ og aðildarfélögum um allt land er nú stödd í Osló í Noregi í heimsókn hjá íþróttahéraðinu Viken. Norsku íþróttahéröðin eru ellefu talsins, jafn mörg og fylkin í landinu. Viken er það fjölmennasta, þar eru 1,2 milljón íbúar og myndar það kraga utan um Oslóarborg.

18. mars 2022

Jón Sverrir er nýr formaður HSÞ

Formannsskipti urðu á ársþingi Héraðssambands Þingeyinga, sem fram fór á Tjörnesi um síðustu helgi. Jónas Egilsson stóð upp úr sæti formanns eftir fjögurra ára setu og tók sæti hans Jón Sverrir Sigtryggsson.