Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

09. febrúar 2022

Smábæjaleikarnir sameina iðkendur fámennra bæja

Mikil ásókn er í að taka þátt í smábæjaleikum Ungmennafélagsins Hvatar á Blönduósi. Leikarnir hafa verið haldnir í 17 ár. Um 80 sjálfboðaliðar verja meirihlutanum af hverju ári í undirbúning mótsins, að sögn Erlu Ísafoldar Sigurðardóttur hjá knattspyrnudeild Hvatar.

07. febrúar 2022

Einar er nýr fjármálastjóri UMFÍ

Með ráðningu Borgfirðingsins Einars Þ Eyjólfssonar er lögð aukin áhersla á söfnun og úrvinnslu gagna við upplýsingagjöf til stjórnvalda og nýja nálgun á þjónustu við íþrótta- og ungmennafélög landsins. Einar tengist UMSB sterkum böndum og hefur þjálfað knattspyrnu bæði í Borgarnesi og í Reykjavík.

04. febrúar 2022

Þórir Haraldsson: Unglingalandsmót á Selfossi loksins aftur komið á dagskrá

„Unglingalandsmót UMFÍ á Selfossi er komið aftur á dagskrá. Það er auðvitað mikið lagt á sjálfboðaliða að undirbúa það í fjögur ár. Nú er þriðja tillagan hafin til að halda mótið og enginn hefur skorast undan,“ segir Þórir Haraldsson, formaður framkvæmdanefndar mótsins.

31. janúar 2022

Leiðari formanns: Áhersla á almenna þátttöku og lýðheilsu

„Á sambandsþingi okkar á Húsavík í haust var kynnt niðurstaða stefnumótunarvinnu sem hreyfingin hefur unnið að. Niðurstaða okkar var sú að hlutverk UMFÍ væri að styrkja starf sambandsaðila og aðildarfélaga þeirra ásamt því að hvetja og styðja við bætta lýðheilsu landsmanna,“ skrifar formaður UMFÍ.

28. janúar 2022

Viltu vera leiðtogi á vegum NordUng?

Norrænu samtökin NordUng, sem UMFÍ á aðild að, standa fyrir undirbúningsdögum fyrir viðburði ársins í Þórshöfn í Færeyjum um mánaðamótin mars/apríl. Óskað er eftir leiðtogum til að leiða viðburðina. NordUng stendur síðar á árinu fyrir viðburðum í Rúmeníu, Litháen og í Noregi.

28. janúar 2022

Enn slakað á sóttvarnarreglum

Fjöldatakmarkanir fara úr 10 manns í 50, nándarregla verður 1 metri og íþróttakeppnir verða leyfðar með áhorfendum, 500 í hverju hólfi. Grímuskylda er samt áfram í gildi, þótt hún taki almennt mið af nándarreglunni.

27. janúar 2022

Ungmennaráð UMFÍ er góður vettvangur

„Raddir unga fólksins eru alltaf að verða meira áberandi,“ segir  Embla Líf Hallsdóttir, sem sæti á í Ungmennaráði UMFÍ. Rætt er við Emblu í nýjasta tölublaði Bændablaðsins um ungmennaráðið og ráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði sem stefnt er á að halda í haust.

25. janúar 2022

Á góðar minningar úr Ungmennabúðum UMFÍ

Tónlistarkonan Bríet er óumdeilanlega meðal vinsælasta tónlistarfólks landsins, enda hafa lög hennar verið svo til einráð á vinsældalistum á árinu. Bríet man vel eftir því þegar hún var í Ungmennabúðum UMFÍ í 9. bekk.

25. janúar 2022

Slakari reglur um sóttkví

Breytingar verða á reglum á sóttkví á miðnætti í kvöld, aðfaranótt 26. janúar 2022. Einstaklingar sem eru útsettir fyrir COVID-19 smiti utan heimilis eða dvalarstaðar síns verður frá og með morgundeginum ekki lengur skylt að fara í sóttkví. Þeir þurfa þess í stað að viðhafa smitgát.