Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

01. desember 2021

Við erum við símann!

UMFÍ vekur athygli á því að Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, er í leyfi frá störfum út desember. Starfsfólk UMFÍ veitir allar upplýsingar sem á þarf að halda á meðan leyfi Auðar stendur. Við erum alltaf við og ræðum við alla um allt á milli himins og jarðar.

30. nóvember 2021

Formaður UMFÍ fræddi Rótarý í Garðabæ um ungmennafélagshreyfinguna

Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ, hélt erindi um ungmennafélagshreyfinguna á hádegisfundi Rótarýklúbbsins Görðum í Garðabæ í gær, mánudaginn 29. nóvember. Hann stiklaði á stóru í sögu UMFÍ og fjallaði um mótin, Unglingalandsmót UMFÍ, Landsmót UMFÍ 50+ og Íþróttaveisluna auk stefnumótunar.

29. nóvember 2021

Hefði viljað vita í hvern ætti að hringja

Iðkandi greindist smitaður af COVID-19 hjá Hnefaleikafélagi Kópavogs í byrjun október 2020. Fyrsta smitið greindist á fimmtudegi og fjölgaði þeim hratt næstu daga. „Verst var að fá neikvæð viðbrögð frá stjórnendum annarra íþróttafélaga,“ segir Kjartan Valur, varaformaður félagsins.

25. nóvember 2021

Skráning á Almannaheillaskrá

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um skráningu Almannaheillaskrá Skattsins. Skráningin er ætluð óhagnaðardrifnum félögum, sjóðum og stofnunum sem hafa með höndum óhagnaðardrifna starfsemi til almannaheilla.  Gjafir og framlög til slíkra lögaðila skapa frádráttarheimild hjá gefendum.

22. nóvember 2021

Þingeyingar auka fjölbreytni og stofna nýtt íþróttafélag

Tvö ár eru síðan nokkrir Öxfirðingar fóru að skoða stofnun nýs félags sem myndi taka yfir starfsemi óvirkra ungmennafélaga í byggðarlaginu. Róbert Karl Boulter, formaður Íþróttafélagsins Þingeyings segir fólk vilja gera eitthvað fleira en að vinna og horfa á sjónvarpið.

15. nóvember 2021

Drögum úr kostnaði heilbrigðiskerfisins með forvörnum

„Betra líf og heilbrigðara ætti að létta á hluta heilbrigðiskerfisins og þar með draga úr kostnaði þess. Við hvetjum því stjórnvöld til að vinna með íþrótta- og ungmennafélagshreyfingunni að því að bæta lífi í árin og árum í lífið,“ skrifar þeir Haukur Valtýsson og Jóhann Steinar Ingimundarson.

12. nóvember 2021

Hertar takmarkanir teknar upp að nýju

Fimmtíu einstaklingar mega nú koma saman á viðburði en fleiri sem geta framvísað niðurstöðu úr hraðprófi, hámarksfjöldi gesta á sund- og baðstöðum, líkamsræktarstöðvum og skíðasvæðum miðast við 75% af heimiluðum hámarksfjölda, grímuskylda er tekin upp aftur og íþróttir með snertingu eru heimilar.

10. nóvember 2021

Hvetur skólahópa til að fara í sýnatöku

„Við viljum hafa allan vara á í skugga COVID-smita í samfélaginu og mælumst þess vegna til þess að allir skólahópar fari í sýnatöku daginn áður en þeir koma til okkar á Laugarvatn,“ segir Sigurður Guðmundsson, forstöðumaður Ungmennabúða UMFÍ á Laugarvatni.

09. nóvember 2021

Guðríður hlaut Hvatningarverðlaun Dags gegn einelti

„Einelti er félagslegt vandamál og getur haft alvarlegar afleiðingar,“ segir Guðríður Aadnegard, umsjónarkennari og námsráðgjafi við Grunnskólann í Hveragerði. Guðríður hlaut í dag Hvatningarverðlaun Dags gegn einelti. Verðlaunin eru afhent þeim einstaklingi sem þykir fyrirmynd gegn einelti.