Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

09. nóvember 2021

Aðeins 500 manns fá að vera á viðburðum

Fjöldatakmarkanir miðast við 500 manns frá og með miðnætti og munu á morgun (10. nóvember) ekki fleiri leyfðir nema að undangengnu hraðprófi. Með notkun hraðprófa verður heimilt að halda viðburði fyrir allt að 1.500 manns. Þetta kemur til viðbótar við grímuskyldu, sem tekin var upp í síðustu viku.

07. nóvember 2021

Ragnheiður er formaður framkvæmdastjórnar UMFÍ

„Við höfum nú skipulagt starfið okkar til næstu tveggja ára, sett saman nefndir eftir málaflokkum og raðað fólki niður á þær,‟ segir Ragnheiður Högnadóttir, sem var kjörin formaður framkvæmdastjórnar UMFÍ á fundi stjórnarinnar í gær.

03. nóvember 2021

Sarah tekur vel á móti öllum nýjum iðkendum á Akureyri

„Foreldranir þurfa að sjá að íþróttahúsið er öruggur staður og að við hugsum vel um barnið þeirra áður en það byrjar að æfa,“ segir Sarah Smiley, íshokkíþjálfari hjá Skautafélagi Akureyrar. Skautafélagið er á meðal fjögurra félaga sem hlutu styrk til að virkja erlend börn í íþróttum.

02. nóvember 2021

Fjögur félög fá styrki til að hvetja börn af erlendum uppruna í íþróttum

Dansfélagið Bíldshöfða, Héraðssamband Vestfirðinga (HSV), Sunddeild KR og Skautafélag Akureyrar hlutu öll styrk ÍSÍ og UMFÍ til að standa fyrir verkefnum sem hafa það að markmiði að hvetja börn og ungmenni af erlendum uppruna og fjölskyldur þeirra til þátttöku í skipulögðu íþróttastarfi.

27. október 2021

Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs kynnir starfið um allt land

Sigurbjörg Sigurpálsdóttir, samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs, vinnur þessa dagana að mikilli kynningu á starfi sínu um allt land. Hún heldur kynningarfund í Vallaskóla á Selfossi í dag og verður að til loka nóvember. Um miðjan næsta mánuð verður kynning í beinu streymi.

26. október 2021

Netnámskeið í barnavernd aðgengilegt á ensku

Netnámskeið í barnavernd fyrir starfsfólk og sjálfboðaliða í íþrótta- og æskulýðsstarfi er nú aðgengilegt á ensku. Siðareglur Æskulýðsvettvangsins eru það sömuleiðis. Námskeiðið er ókeypis og hvetjum við sem flesta til þess að nýta sér það og þá þekkingu sem þar er að finna í starfi sínu.

25. október 2021

Formaður UMFÍ: Ungmennafélagsandinn er einstakur

„Ungmennafélagsandinn er raunverulegur og einstakur. Þetta eru viðhorf og tilfinning sem fólk finnur hvert og eitt í gleðinni og því að taka þátt,“ segir Jóhann Steinar Ingimundarson, nýr formaður Ungmennafélags Íslands (UMFÍ).

22. október 2021

Nemendur sendir heim vegna smits í Ungmennabúðum UMFÍ

„Okkur þykir alveg ótrúlega leiðinlegt að smit hafi komið upp í búðunum. Það var búið að vera svo gaman hjá nemendunum í vikunni og þeim liðið alveg frábærlega vel á Laugarvatni,‟ segir Sigurður Guðmundsson, forstöðumaður Ungmennabúða UMFÍ á Laugarvatni.

22. október 2021

Haukur sæmdur gullmerkjum og fékk Heiðursskjöld

Haukur Valtýsson hlaut fjölda viðurkenninga á síðasta þingi sem formaður UMFÍ á Húsavík um síðustu helgi. Formaður UMSK sagði Hauk hafa verið farsælan formann sem hafi komið inn í stjórn UMFÍ fyrir áratug og áunnið sér virðingu og vináttu bæði innan og utan ungmennafélagshreyfingarinnar.