Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

24. mars 2021

Hámundur Örn er nýr framkvæmdastjóri UMFN

„Það eru mörg tækifæri í starfi félagsins. Bæjarfélagið er að stækka mikið og iðkendum að fjölga gríðarlega. Ég mun setja handbragð mitt á það og tek að mér að hjálpa til við að stækka félagið,“ segir Hámundur Örn Helgason, nýráðinn framkvæmdastjóri Ungmennafélags Njarðvíkur.

24. mars 2021

COVID 19: Allt íþróttastarf fellur niður á nýjan leik

Stjórnvöld kynntu harkalegar aðgerðir í dag í því skyni að hefta mögulega útbreiðslu breska afbrigðis kórónuveirunnar á Íslandi.  Íþróttastarf fellur niður á landsvísu frá og með miðnætti í kvöld (24. mars 2021) til 15. apríl.

24. mars 2021

Stöndum saman gegn COVID 19

Þjálfarar íþrótta- og ungmennafélaga lærðu margt nýtt í fyrra. Nú er mikilvægt að nýta þekkinguna, segir Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ.  Hún hvetur til samstöðu því mörg börn séu smituð og því ekki gott að fara á svig við reglur. Við það sé hætta á að smitum fjölgi.

18. mars 2021

Rafíþróttir á Unglingalandsmóti UMFÍ

Keppt verður í nokkrum rafíþróttaleikjum á Unglingalandsmóti UMFÍ sem verður haldið á Selfossi um verslunarmannahelgina. Hallbera Eiríksdóttir hjá UMFÍ segir það frábæra viðbót og auka fjölbreytni mótsins. Rætt er við Hallberu í fylgiriti Fréttablaðsins um rafíþróttir.

18. mars 2021

Ólafur sæmdur starfsmerki UMFÍ

Ólafur Þór Eyjólfsson var endurkjörinn formaður Ungmennafélags Njarðvíkur (UMFN) á aðalfundi þess sem haldinn var í Njarðvík í gærkvöldi. Ólafur var sæmdur starfsmerki UMFÍ í tilefni dagsins. Stjórn UMFN var líka endurkjörin með örlitlum breytingum.

17. mars 2021

Mörg umhverfisverkefni fá styrk hjá UMFÍ

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Umhverfissjóð UMFÍ. Tilgangur sjóðsins er að styrkja umhverfisverkefni aðildarfélaga og einstaklinga innan ungmennafélagshreyfingarinnar. Sjóðurinn styrkir ýmis konar umhverfisverkefni. Þar á meðal merkingar á göngu- og hjólastígum, gróðursetningu og margt fleira.

15. mars 2021

Stefnumót UMFÍ

UMFÍ vinnur nú að endurnýjun á stefnu sambandsins, sem ætlunin er að kynna á Sambandsþingi UMFÍ í október 2021.

12. mars 2021

Hvetja aðildarfélög til að virða útgefin aldurstakmörk í rafíþróttum

ÍSÍ og UMFÍ hvetja aðildarfélög sín að virða útgefin aldurstakmörk þeirra leikja sem spilaðir eru á vettvangi þeirra auk þess að tryggja að inntak leikjanna sé í samræmi við siðareglur og gildi viðkomandi félags og samtaka, að því er segir í sameiginlegri tilkynningu ÍSÍ og UMFÍ um rafíþróttir.

08. mars 2021

Helga Guðrún fyrst kvenna formaður UMFÍ

„Mér fannst skemmtileg áskorun að bjóða mig fram sem formaður UMFÍ. Ég var ekkert að velta kynhlutverkunum fyrir mér, en vissi að ég var í brauðryðjandahlutverki,“ segir Helga Guðrún Guðjónsdóttir, sem var fyrst kvenna til að gegna embætti formanns UMFÍ. Í dag er Alþjóðlegur baráttudagur kvenna.