Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

23. desember 2020

Ragnheiður frá UMFÍ í starfshópi um rafíþróttir

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað starfshóp sem móta á stefnu um hvernig efla megi umgjörð rafíþrótta hér á landi. Til rafíþrótta teljast meðal annars skipulagðar keppnir í ýmiskonar tölvuleikjum. Í hópnum er Ragnheiður Sigurðardóttir fyrir hönd UMFÍ.

22. desember 2020

Ungmenna- og íþróttafélög styrkja Seyðfirðinga

Meistaraflokkur Ungmennafélagsins Einherja á Vopnafirði hélt bókauppboð og styrkir bæði Rauða krossinn og Björgunarsveitina Ísólf á Seyðisfirði. Bjartur Aðalbjörnsson segir marga hafa gefið sektarsjóðinn sinn. En Einherji hafi ekki átt neinn slíkan.

21. desember 2020

Kynntu næstu skref í stuðningi við íþróttafélög

„Það er svo mikilvægt að standa vörð um skipulagt íþrótta- og æskulýðsstarf með öllum ráðum, í því er fólginn lykillinn að lýðheilsu þjóðarinnar,“ segir Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ. Frumvarp um greiðslur til íþrótta- og æskulýðsfélaga var samþykkt fyrir helgi. Ráðherrar kynntu næstu skref í dag.

18. desember 2020

Þróun á nýrri aðferðafræði í íþróttum fær stóran styrk

Nýtt þróunarverkefni á vegum Sýnum karakter hefur hlotið tæplega 30 milljón króna styrk úr Erasmus+ styrkjaáætlun Evrópusambandsins. Verkefnið snýst um að þjálfa fimm þætti í sálrænni og félagslegri færni barna og unglinga í íþróttum eins og þá líkamlegu.

18. desember 2020

Alþingi samþykkti frumvarp um greiðslur til íþróttafélaga

„Við erum að taka utan um íþróttalífið í landinu, sem gegnir gríðarlega mikilvægu hlutverki,‟ sagði Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra á Alþingi í dag þegar hann gerði grein fyrir atkvæði sínu þegar kosið var um frumvarp hans um greiðslur til íþróttafélaga vegna COVID-faraldursins.

18. desember 2020

Bjarni segir nýtt frumvarp bæta umhverfi almannaheillafélaga

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur miklar væntingar til frumvarps sem hann mælti nýlega fyrir á Alþingi um framlög einstaklinga og atvinnurekenda til almannaheillastarfsemi ásamt breytingum á sköttum og gjöldum. Hann sér fyrir sér að það geti stórbætt umhverfið, s.s. íþróttafélaga.

15. desember 2020

60 milljónir frá Íslenskum getraunum

Vegna mikillar þátttöku íslenskra tippara og góðrar afkomu á árinu 2020 hefur stjórn Íslenskra getrauna ákveðið að úthluta 50,3 milljónum króna styrk til afreksdeilda í knattspyrnu, körfuknattleik og handknattleik. Að auk hefur verið ákveðið að úthluta 10 milljónum króna til söluhæstu félaganna.

14. desember 2020

Forsetinn verðlaunaði Sigríði, Sóleyju og Ásdísi

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti verðlaun Forvarnardagsins á Bessastöðum laugardaginn 12. desember síðastliðinn. Guðni átti góða stund með verðlaunahöfum en sóttvarnarreglur voru hafðar í hávegum og því einungis nemendurnir og foreldrar þeirra viðstaddir afhendinguna.

14. desember 2020

Óttast að mörg íþróttafélög séu komin út í horn

Vísbendingar eru um að  iðkendum íþróttafélaga hafi fækkað í COVID-faraldrinum. Guðmundur L. Gunnarsson, framkvæmdastjóri ungmennafélagsins Fjölnis, segir hætt við að mörg minni íþróttafélaga standi illa fjárhagslega og telur fullvíst að einhver þeirra geti ekki staðið við skuldbndingar sínar.