Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

08. desember 2020

Þetta eru breytingarnar á íþróttum 10. desember

Öll keppni í íþróttum er enn óheimil. Afreksíþróttafólk og iðkendur í efstu deildum sérsambanda ÍSÍ geta æft með eða án snertingar. Þetta er viðbót við börn, sem áður höfðu fengið leyfi til að hefja æfingar. Ungmenni geta enn ekki hafið æfingar. Ný reglugerð tekur gildi fimmtudaginn 10. desember.

05. desember 2020

Takk sjálfboðaliðar!

„UMFÍ fagnar degi sjálfboðaliðans og færir öllum sjálfboðaliðum mikið þakklæti fyrir þeirra óeigingjarna starf. Störf sjálfboðaliða eru því ekki aðeins ómetanleg fyrir UMFÍ, heldur eru þau ómetanleg fyrir íslenskt samfélag,“ segir Haukur F. Valtýsson, formaður UMFÍ. Í dag er Dagur sjálfboðaliðans.

04. desember 2020

Anna er afskaplega ánægð með sögu UMF Stjörnunnar

Ungmennafélagið Stjarnan í Garðabæ var stofnað árið 1960 og fagnar því 60 ára afmæli. Í tilefni af því kom út í vikunni saga félagsins í ritstjórn Steinars J. Lúðvíkssonar. Hann segir heilmikla vinnu á bak við sagnaritunina. Anna Möller, fyrrverandi formaður Stjörnunnar, er mjög ánægð með bókina.

02. desember 2020

Frumvarp um stuðning við launakostnað íþróttafélaga birt á Alþingi

Frumvarp félagamálaráðherra um greiðslur til íþróttafélaga vegna launakostnaðar á tímum COVID-faraldursins var útbýtt á Alþingi á mánudag. Þetta er fyrsta skrefið af þremur sem stjórnvöld kynntu fyrir mánuði. Þórir Haraldsson var fulltrúi UMFÍ í vinnu við frumvarpið.

01. desember 2020

Engar breytingar gerðar á samkomutakmörkunum

Engar breytingar verða gerðar á samkomutakmörkunum og íþróttastarfi til 9. desember næstkomandi. Samkvæmt því eru aðeins heimilar æfingar, íþróttastarf og æskulýðs- og tómstundastarf barna á leik- og grunnskólaaldri bæði inni og úti. Sund- og baðstöðvum og líkamsræktarstöðvum verður áfram lokað.

27. nóvember 2020

Grunnskólabörn á Þórshöfn gefa velgjörðarsjóði 100.000 krónur

„Börnunum fannst ægilegt sport að halda á ávísuninni,“ segir Hulda Kristín Baldursdóttir, kennari við Grunnskólann á Þórshöfn. Nemendurnir fengu í dag verðlaun upp á 100 þúsund krónur sem þau unnu fyrir góðan árangur í Hreyfiviku UMFÍ í byrjun sumars. Þau gáfu vinninginn Velferðarsjóði Þórshafnar.

24. nóvember 2020

Æskulýðsvettvangurinn vekur athygli á neteinelti barna og ungmenna

Æskulýðsvettvangurinn hefur sett af stað vitundarvakningu um neteinelti á meðal barna og ungmenna. Verkefnið er tvíþætt og felst í auglýsingu á samfélagsmiðlum og fræðslusíðu á vefsíðu Æskulýðsvettvangsins. Hluti af verkefninu er að birta börnum og ungmennum auglýsingar á samfélagsmiðlum um einelti.

24. nóvember 2020

Gunnar Þór er nýr formaður Ungmennasambands Skagafjarðar

„Maður er farinn að sakna svolítið fólksins,‟ segir Gunnar Þór Gestsson sem var kjörinn formaður Ungmennasambands Skagafjarðar (UMSS) á ársþingi sambandsins í dag. Sara Gísladóttir kjörin varaformaður UMSS. Þingið fór fram á Microsoft Teams og var dagskráin að mestu hefðbundin.

20. nóvember 2020

Soffía: Ungmennaráð gefur ungu fólki tækifæri til þess að láta rödd sína heyrast

Soffía Meldal situr í Ungmennaráði UMFÍ. Hún var á meðal þeirra sem skrifuðu fyrstu skýrsluna um stöðu barna til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. Í dag er af mæli Barnasáttmála SÞ. Hann var lögfestur hér á landi árið 2013. Soffía situr í mörgum ungmennaráðum og segir það gefa sér mikið.