Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

11. mars 2020

Upplýsingar vegna kórónaveirunnar COVID-19

Á öllum starfsstöðvum UMFÍ;  ungmennabúðum á Laugarvatni og þjónustumiðstöðvum hefur verið gripið til viðbragða sem felast í sértækum þrifum á sameiginlegum rýmum og sótthreinsandi spritt er aðgengilegt í almenningsrýmum. Þá hafa sambandsaðilar UMFÍ gripið til ráðstafana.

06. mars 2020

Fyrirtækjaboðhlaup BYKO í fyrsta sinn í Kópavogi

„Okkur hjá BYKO finnst Íþróttaveisla UMFÍ ótrúlega jákvæður og upplífgandi viðburður. Við höfum mikla trú á að veislan styrki Kópavog og viljum gera allt til að auka hreyfingu og lýðheilsu í bænum,” segir Árni Reynir Alfreðsson, markaðsstjóri BYKO.

05. mars 2020

Algirdas, Guðmundur, Lárus og Sigurður sæmdir starfsmerki UMFÍ

Stálúlfurinn Algirdas Slapikas, Guðmundur Sigurbergsson, Lárus B. Lárusson og Sigurður Rúnar Magnússon voru sæmdir starfsmerki UMFÍ á ársþingi UMSK sem fram fór í vikunni. Jóhann Steinar Ingimundarson, sem situr í stjórn UMFÍ, sótti þing UMSK og sæmdi fjórmenningana viðurkenningunni.

04. mars 2020

Skarðsheiðarhlaup meðal keppnisgreina á Landsmóti 50+

„Undirbúningur gengur afar vel fyrir Landsmót UMFÍ 50+. Við erum reyndar á undan áætlun, búin að raða upp keppnisgreinum og sérgreinarstjórarnir eru klárir,“ segir Sigurður Guðmundsson, framkvæmdastjóri UMSB. Ein af greinum mótsins er 20 km hlaup yfir Skarðsheiði sem endar við Hreppslaug.

03. mars 2020

Petra Ruth áfram formaður Þróttar Vogum

Petra Ruth Rúnarsdóttir var endurkjörin formaður Þróttar í Vogum á aðalfundi félagsins á fimmtudag í síðustu viku. Konur eru nú í meirihluta stjórnarmanna Þrótti Vogum. Félagið ætlar sér stóra hluti á næstu árum, m.a. að sækja um Landsmót UMFÍ 50+.

26. febrúar 2020

„Samvinnan skilar meiri árangri“

„Sýnt hefur verið fram á að helmingi færri börn af erlendum uppruna og tala annað tungumál en íslensku á heimilinu taka þátt í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi en þau frá íslenskumælandi heimilum. Við verðum því að ná til þeirra,“,“ segir Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ.

25. febrúar 2020

Svona skráirðu Raunverulega eigendur íþrótta- og ungmennafélaga

Alþingi setti ný lög í júní í fyrra um að allir lögaðilar sem stunda atvinnurekstur hér á landi eða eru skráðir í fyrirtækjaskrá, séu skyldugir til að afla upplýsinga um og skrá raunverulegan eiganda fyrir 1. mars 2020. Þar með talin eru íþrótta- og ungmennafélög.

24. febrúar 2020

Stefanía og Sigurþór sæmd starfsmerki UMFÍ

Stefanía S. Kristjánsdóttir og Sigurþór Sævarsson voru sæmd starfsmerki UMFÍ á aðalfundi Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags, sem fram fór í síðustu viku.

21. febrúar 2020

Jón Júlíus er nýr framkvæmdastjóri UMFG

Jón Júlíus Karlsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Ungmennafélags Grindavíkur. Hann hefur síðastliðin þrjú ár verið framkvæmdastjóri Aftureldingar í Mosfellsbæ. Bjarni Már Svavarsson, formaður Ungmennafélags Grindavíkur, er hæstánægður með ráðninguna.