Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

19. febrúar 2020

Margir áhugasamir á vinnustofu um Heimsmarkmiðin

„Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna tæki fyrir okkur öll til að ræða á sama tungumáli,“ segir Ásta Bjarnadóttir, verkefnastjóri stjórnvalda um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Hún var á meðal þeirra sem stýrðu vinnustofu fyrir frjáls félagasamtök sem fram fór í þjónustumiðstöð UMFÍ í dag.

17. febrúar 2020

Hægt að sækja um í Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ

Búið er að opna fyrir umsóknir í Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ. Hægt er að senda inn umsóknir í sjóðinn til 1. apríl næstkomandi. Tilgangur sjóðsins er að styrkja félags- og íþróttastarf ungmennafélagshreyfingarinnar og auka menntun og þekkingu félaga innan hreyfingarinnar.

13. febrúar 2020

Opið fyrir skráningu á ráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði 2020

Skráning er hafin á ungmennaráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði. Ráðstefnan fer fram dagana 1.- 3. apríl næstkomandi í Héraðsskólanum á Laugarvatni. Yfirskrift ráðstefnunnar er Lýðræðisleg áhrif: Hvar, hvenær og hvernig hefur ungt fólk áhrif? Skráning er til 20. mars.

11. febrúar 2020

Hugsaðu í heimsmarkmiðum

UMFÍ vekur athygli á vinnustofu um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Markmið með vinnustofunni er að þátttakendur geti kortlagt verkefni sín, tengt þau við markmiðin og innleitt þau í starfsemi sinna félagasamtaka.

10. febrúar 2020

Hvetur fólk til að taka þátt í Unglingalandsmóti UMFÍ

Undirbúningur fyrir Unglingalandsmót UMFÍ um verslunarmannahelgina 2020 er í fullum gangi á Selfossi. Þórir Haraldsson, formaður framkvæmdanefndar mótsins, hvetur Selfyssinga og sunnlendinga til að leggja sitt af mörkum sem sjálfboðaliðar við undirbúning og framkvæmd Unglingalandsmóts UMFÍ.

04. febrúar 2020

Námskeið í barnavernd

Æskulýðsvettvangurinn hefur frá árinu 2010 staðið fyrir námskeiðinu Verndum þau fyrir þau félagasamtök sem saman mynda vettvanginn og aðra áhugasama. Námskeiðið er byggt á efni samnefndrar bókar og fjallar um hvernig bregðast á við grun um ofbeldi og vanrækslu gegn börnum og ungmennum

04. febrúar 2020

Skoði breytingu á skattalegu umhverfi íþrótta- og ungmennafélaga

Tækifæri eru til að útvíkka skattalega hvata gefenda til lögaðila sem starfa að almannaheillum í þriðja geiranum og fleiri skattalega þætti, samkvæmt tillögum starfshóps. Þetta á m.a. við um skattalegt umhverfi íþrótta- og ungmennafélaga.

03. febrúar 2020

Nýtt íþróttahús tekið í notkun á 85 ára afmæli UMFG

„Afmælið gekk mjög vel og nýja íþróttahúsið bætir alla aðstöðu til muna,“ segir Bjarni Már Svavarsson, formaður Ungmennafélags Grindavíkur (UMFG). Félagið var stofnað árið 1935 og fagnaði 85 ára afmæli í gær.

31. janúar 2020

Stefnir í frábært Landsmót UMFÍ 50+ í Borgarnesi

„Allir geta treyst því að þetta verður skemmtilegt mót,“ segir Bragi Þór Svavarsson, sambandsstjóri UMSB. Hann skrifaði í dag undir samning um Landsmót UMFÍ 50+ sem verður í Borgarnesi í júní með þeim Hauki Valtýssyni, formanni UMFÍ, og Lilju Björg Ágústsdóttur, settum sveitarstjóra í Borgarbyggð.